Sími 441 5200

Dagbók

12. maí 2017

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Nú er enn ein frábær vika hjá okkur á enda . Við erum búin að gera margt skemmtilegt þessa vikuna en á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð á Hvammsvöll og hittum nokkur dagmömmubörn sem eru væntanleg til okkar í sumar.
Við höfum mikið nýtt okkur dúkkukrókinn þessa vikuna ásamt því að hafa verið úti fyrir og eftir hádegi. Á miðvikudaginn fórum við með krakkana í leikvanginn og á fimmtudaginn fóru þau í smiðjuna til Rebecu fyrir hádegi og máluðu fiðrildi.
í dag vorum við með gaman saman fyrir hádegismatinn með Læk og Laut sem var rosa fjör.

Við viljum minna ykkur á skipulagsdaginn í næstu viku 17.maí en þið getið séð blað með dagskránni á hurðinni fyrir framan inganginn okkar.

Fyr í vikunni kom upp lús í leikskólanum svo við viljum biðja ykkur um að kemba börnin ykkar vel um helgina, sérstaklega ef þau eiga eldri systkini.

Takk fyrir yndislega viku og njótið helgarinnar.
Bestu kveðjur,
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica