Sími 441 5200

Dagbók

9. nóvember 2018

Vikan 5-9.nóvember 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við á Lindinni höfum alltaf eitthvað skemmtilegt að gera!
Við erum búin að vera tala mikið um vináttu og skoða myndir þar sem að atvikin eins og t.d. að einhver sé skilin útundan, þegar einhver vill ekki skiptast á með dótið og fleira.. Við ræðum við börnin og spyrjum þau spurninga um hvað er að gerast á myndinni. Hvernig líður þessum sem er skilin útundan? Hvernig líður þessum sem er að skilja útundan? En hvernig myndi honum líða ef hann myndi leyfa barninu að leika með? og svo framvegis.. Þau verða svo einlæg og sæt í svörum, segja að þeim myndi líða illa eða vel í hjartanu sínu. Að maður eigi að segja fyrirgefðu, knúsa, kyssa og alltaf vera góð við hvort annað.

Mörg þeirra eru farin að vera svo áhugasöm við að hlusta á sögur. Svo samverustundin hefur verið svolítið tvískipt þessa vikuna, þau sem ekki eru með áhugann/einbeitinguna við söguna fá að fara fram og syngja þar svo að hin börnin fá meira að njóta sín. Allir glaðir með það! og jú Hafið Bláa er enn í miklu uppáhaldi haha..

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð á Hvammsvöll. Við tókum með okkur rassaþotur en við viðurkennum það að við vorum frekar svekktar með að þarna hafa kópavogsstarfsmenn ekki verið duglegir að slá grasið hmmm.. Svo við kennararnir reyndum að renna okkur þó nokkrar ferðir og þjappa grasið niður hahaaaa.. Rennibrautin var vel sleip og skutust börnin alveg úr henni og fannst þeim það hrikalega fyndið og skemmtilegt.

Á miðvikudaginn var leikvangur hjá henni Kollu og á fimmtudaginn skapandi starf hjá henni Rebecu.
Einnig var eineltisdagurinn á fimmtudaginn og fengum við gesti frá Salaskóla í heimsókn sem löbbuðu um og gáfu börnunum mikla athygli. Mjög skemmtileg heimsókn.

Í dag vorum við í skemmtilegum leik inn á deild fyrir hádegi, gaman saman var fyrir kaffitíman með Laut og Læk og enduðum við síðan daginn okkar á útiveru.

Flæðið er búið að ganga rosalega vel! Við höfum reyndar flest alla dagana verið í útiveru sem er bara gaman J

- 16.nóvember er afmæli leikskólans! Dagskrá kemur inn fyrr en síðar.
- 19.nóvember er skipulagsdagur hjá okkur og verður því leikskólinn lokaður.
- Fundargerð Aðalfundar Foreldrafélagsins fylgir hér með J Gaman var að sjá hvað vel var mætt og hvað þið tókuð vel í allar breytingar. Við erum mjög heppnar með foreldarhóp!

Annað.. Endilega kíkið við í aukafataboxin og passið upp á að börnin hafa viðeigandi fatnað með sér.

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi!
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica