Sími 441 5200

Dagbók

8. Febrúar 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur hefur gengið einstaklega vel og nánast allir komnir úr veikindum svo það var mikið fjör að fá alla til baka aftur.

Vikan byrjaði rólega hjá okkur og mánudagurinn var frekar hefðbundinn, byrjaði á leik inná deild og svo var farið í útiveru eftir kaffitíma í góðu veðri.

Á þriðjudeginum var svo farið í vettvangsferð þar sem farið var í salaskóla og leikið sér, það þótti krökkunum mjög skemmtilegt. Eins og flesta daga var kalt úti svo það voru allir glaðir að komast aftur inn á deild eftir skemmtilega vettvangsferð. Seinniparturinn var svo tekinn inni þar sem voru í boði rólegir leikir og púsl.

Á miðvikudaginn var dagur leikskólans, dagurinn byrjaði á morgunmat eins og vanalega en frá 9:15- 11:00 var svo opið flæði hjá öllum leikskólanum þar sem börnin gátu heimsótt aðrar deildir og farið á allskonar skemmtilegar stöðvar, svosem leikvang, föndur í matsalnum, mála hjá Rebecu og margt fleira. Eftir hvíldina fengu við góða gesti en það voru þeir karíus og baktus sem komu og skemmtu krökkunum með leikriti í matsalnum og það þótti þeim mjög gaman. En ekki var gamanið búið því eftir leikritið fóru allir inná sínar deildir í vöfflukaffi með sultu og rjóma.

Á fimmtudeginum byrjuðu hóparnir hjá Rebecu í listasmiðjunni þar sem börnin léku sér með blöðru, tregt og hrísgrjón. Þau fylltu blöðrurnar með hrísgrjónum og síðan var bundið fyrir svo úr varð nokkurskonar bolti. Eftir hvíldina voru svo rólegir leikir og voru margir sem ákváðu að lita fallega mynd, en fljótt breyttist leikurinn í það að fljúgandi „flugvélar“ voru um alla deildina þar sem krakkarnir ákváðu að breyta listaverkunum sínum í skutlur. Dagurinn endaði svo á góðri útiveru.

Í dag verður rólegur leikur á deildinni sem mun svo enda með útiveru seinnipartinn.

Athugið:

· í næstu viku verður litavika hjá okkur sem byrjar á

o mánudaginn með gulum degi,

o þriðjudagurinn verður rauður,

o miðvikudagurinn grænn,

o fimmtudagurinn blár

svo endar vikan á regnbogaballi. Væri gaman ef börnin tækju þátt í því að mæta í viðeigandi litum þó það væri ekki nema bara sokkar eða hárteygja.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Bestu kveðjur starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica