Sími 441 5200

Dagbók

7. Desember2018

Vikan 3-7.desember 2018

Hó hó hó frábæru foreldrar.

Þá er fyrsta vikan okkar í desember liðin og styttist óðum í jólin!

Á mánudaginn máluðu börnin snjókallamynd, klipptu út parta á hann og límdu á myndina. Síðan spurðum við börnin út í snjókallinn þeirra og út komu skemmtilegar sögur, það sem þeim dettur stundum í hug! Þau eru svo fyndnir karakterar, við alveg eeeeelskum þessi börn, gullin og gleðigjafarnir sem þau eru.

Á þriðjudaginn fórum við með 10 börn í vettvangsferð. Við fórum á opna svæðið fyrir neðan Hvammsvöll og reyndum við að búa til snjókall, en snjórinn var of ‘‘púðraður‘‘ til þess, en við náðum að gera hann lítinn og krúttlegan. Einnig gerðu börnin snjóengla, við fórum í stórufiskaleik, eltingaleik og á heimleiðinni sungum við jólalög. Það var yndislegt að fá snjóinn. Þau 5 börn sem voru eftir voru eftir að föndra jólakúlur á jólatréð okkar og höfðu það mjög notalegt inn í hlýjunni með jólalög.
Dagurinn endaði síðan á útiveru, svo allir fengu að fara út í snjóinn!

Á miðvikudaginn byrjuðum við daginn á leiksalnum hjá henni Kollu.
Leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir kom til okkar og með Leikhús í tösku og sýndi hún okkar leikritið um Grýlu og jólasveinana. Við skemmtum okkur mjög vel, hún lék þetta með svo miklum húmor og gerði þetta bæði skemmtilegt fyrir börnin og okkur.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að hafa boðið okkur upp á þessa skemmtilegu sýningu.

Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu og lékum við okkur einnig í góðum dúkku- og lestar leik inn á deild. Einnig vorum við að lita og perla.
Lōgreglan kom í heimsókn til okkar, en var reyndar hingað komin til þess að segja eldri bōrnum leikskólans hvað er að vera lōgga, sýna þeim lögreglu bílinn og allskonar tæki! En þeir voru svo almennilegir og kurteisir og kíktu þeir líka í smá heimsókn á yngri ganginn.
Þetta fannst þeim heldur betur spennandi !

Krakkarnir eru svo dugleg að leika sér saman, það er búin að vera flottur dúkkuleikur í allan morgun.
Við héldum upp á Gaman saman með öllum deildum leikskólans í dag og kveiktum við á öðru kertinu sem heitir Betlehemskerti þar sem það er annar í aðventu næstkomandi sunnudag. Síðan sungum við jólalögin saman.

-Jólafrískönnunin! Enþá eiga nokkrir eftir að svara henni, það væri rosalega gott ef þið gætuð gert það fyrir okkur J

 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Jólakveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica