Sími 441 5200

Dagbók

06. september 2019

vikan

Vikan 2-6 September

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika hefur gengið mjög vel og nýju börnin eru alveg að komast inní rútínuna okkar, þetta er allt að fara í rétta átt og erum við kennararnir mjög stoltar af litlu ungunum sem við erum með.

Við erum búin að bralla mikið skemmtilegt í þessari viku, bjuggum til möppurnar okkar þar sem listaverkin okkar fara ofaní og skreyttum þær með handa farinu okkar. Guli hópurinn fór svo í sinn fyrsta tíma í leikvang til hennar Kollu á miðvikudaginn og var ótrúlega gaman að sjá hvað þau skemmtu sér vel. í dag for Guli hópurinn líka í fyrstu sinn í smiðju til hennar Nönnu og voru að mála á blað með akríl málningu, þetta er hluti að stærri verkefni.

Við elskum svo að leika okkur úti og erum við mikið útí. Við förum oftast út tvisvar sinnum á dag í þessari viku og gætum alveg farið oftar því okkur finnst svo gaman að labba bakvið trén og fara í skógarleik, en okkur finnst líka gaman að róla, moka (gera kökur) og renna í rennibrautinni. Inni höfum við verið að prófa okkur aðeins áfram í stóru perlunum og að leira að setja þær ekki í munninn. Það er að ganga bara rosalega vel og finnst okkur mjög gaman að perla og leira. Boltar, tónlist og dans er ennþá svolítið í uppáhaldi hjá okkur.

ath. Hafa í huga að börnin sem fara í smiðju á föstudögun gæti fengið málningu í fötin sin. við erum að nóta akríl málningu. svo erum við líka að klippa og fleira.

Takk fyrir frábæra viku,

Starfsfólkið á Lind.Þetta vefsvæði byggir á Eplica