Sími 441 5200

Dagbók

5. október 2018

Vikan 1-5.oktober 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Þá er fyrsta vikan okkar í október liðin. Alltaf erum við að bralla eitthvað skemmtilegt.
Á mánudaginn vorum við að dúllast inn á deild fyrir hádegi. Við perluðum, lituðum, lékum okkur með dúkkurnar og síðan var einnig leikið sér frammi í holukubbunum með bílana. Síðan var farið út að leika eftir hádegi.
Á þriðjudaginn var dótadagur hjá okkur, börnin voru dugleg að leyfa ollum að prufa sitt dót og fannst þeim voðalega gaman og spennandi að sjá svona mörg ný og flott dót!
Fyrir hádegi fórum við í vettvangsferð og kíktum við á tvö heimili. Við stoppuðum einnig á róló við Roðasalina.
Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir í leiksalinn til hennar Kollu í skemmtilega þrautabraut og á fimmtudaginn fóru einnig líka allir hóparnir í smiðjuna til hennar Rebecu og máluðu þau þar laufblöð.
Í dag fórum við út að leika okkur fyrir hádegi.
Gaman saman var fyrir kaffitímann með Laut og Læk og sungum við þar nokkur lög og dönsuðum saman.

Föstudagurinn 12.oktober sem er í næstu viku er bleiki dagurinn.
Að sjálfsögðu ætlum við að sýna stuðning við þá sem veikjast af krabbameini og mæta í einhverju bleiku J

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið Þetta vefsvæði byggir á Eplica