Sími 441 5200

Dagbók

5. júlí 2019

Vikan 1- 5 júlí 2019

Heil og sæl frábæru foreldrar.

Þá er þessi skemmtilega vika á enda. Nú styttist óðum í sumarfrí hjá börnunum, bara hálf vika eftir!
Við erum búin að eiga rólega og góða viku saman hér á Lind. Veðrið er búið að vera aðeins blautt en við látum það ekki stoppa okkur í að kíkja út að leika. Börnunum finnst alveg rosalega gaman úti að róla, renna og moka . En jæja.. þar sem við erum búin að vera gera skemmtilegt í vikunni inni, við erum t.d. búin að leika mikið með boltana, við höfum verið að púsla, leika með bíla og dúkkurnar. Við erum búin að mála fyrsta listaverkið okkar, búin að fara að leika okkur í leiksal sem var ótrúlega skemmtilegt og svo má ekki gleyma hvað allir hafa gaman að dansa og syngja.

Gott að hafa í huga.

Á góðum sólardögum það væri gott að því foreldra beri sólavörn á ykkar börn heima og við setjum aftur seinna part dags.

Leikskólinn lokar svo klukkan 16:30 næsta miðvikudaginn 10. Júlí. og opnar aftur 8. águst kl. 13:00 Endilega látið okkur vita ef börnin eru lengur í fríi.

Eigið góða helgi

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica