Sími 441 5200

Dagbók

5. apríl 2019

 vikan 1-5apríl 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Mánudagurinn í þessari viku byrjaði á hópastarfi og heimsókn til Jónínu. Börnin léku með allskonar dót, t.d. kubba, lego og púsl. Eftir hádegi skelltum við okkur svo út og fengum smá frískt loft í lungun.

Þriðjudaginn byrjuðum við á útiveru en í þetta skipti var því miður ekki hægt að fara í vettvangsferð. Við vorum lengi úti fyrir hádegi og komum ekki inn fyrr en hádegismaturinn byrjaði. Það var mikil snjókoma og krökkunum þótti sko ekki leiðinlegt að taka fram rassaþoturnar og renna sér smá. Eftir hádegismat var svo hvíld og svo ákváðum við bara að skella okkur aftur út í snjóinn og góða veðrið.

Miðvikudagurinn byrjaði hjá Atla í leikvangi og þar var mikið hoppað og hlaupið. Þennan dag fórum við líka í holukubba og stelpurnar bjuggu til tveggja herbergja íbúð með dúkkunum sínum, það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim í leik og sjá hvað þeim dettur í hug. Lestarleikur var einni í miklu uppáhaldi hjá sumum og var þá verði að búa til stóra lestarteina með brú og undirgöngum og lesti var svo keyrð í marga hringi. Seinnipartinn þennan dag skelltum við okkur svo út í snjó og slabb. Krökkunum þótti það sko ekki leiðinlegt enda urðu margir mjög blautir og skítugir eftir útiveru dagsins.

Fimmtudagurinn var dótadagur, þetta er yfirleitt einn skemmtilegasti dagurinn í leikskólanum þegar að börnin fá að koma með sitt eigið dót. Það var allskonar dót sem krakkarnir komu með og þótti þeim mest spennandi að skoða dót sem einhver annar átti og voru þau mjög dugleg í því að skiptast á og lána sitt dót. Þau byrjuðu hinsvegar á því að skella sér í stutta smiðju hjá Nönnu en þar byrjuðu þau að mála páskaskálar sem þau ætla svo að nota undir páskaegg sem þau gera seinna í smiðju. En dótadagurinn hélt áfram eftir hádegi og enþá allt jafn skemmtilegt. Eftir kaffitíma var hinsvegar gert hlé á dótinu og við skelltum okkur út í góða veðrið.

Í dag byrjuðum við á rólegum leikjum, sumir fóru að lita stafina sína og aðrir fóru í lestina eða holukubba. Eftir hvíldina ætlum við svo að skella okkur í gaman saman með hinum deildunum og ætli dagurinn endi ekki bara á útiveru í sólinni.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica