Sími 441 5200

Dagbók

30. nóvember 2018

Vikan 26-30.nóvember 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Seinasta vikan okkar saman  í nóvember er nú liðin og er komið að desember! Því fögnum við vel, og erum við heldur betur að komast í jólaskapið.
Við erum búin að vera æfa okkur í að syngja jólalögin. Þar sem að þau eru orðin svo stór og dugleg, þá erum við farin að læra aðeins flóknari jólalög eins og td "Jólasveinninn kemur í kvöld, Snæfinnur snjókarl, Skreytum hús með greinum grænum" og fleiri skemmtileg lög.

Á mánudaginn fengu börnin að stimpla með lófanum sínum á blað og límdu svo smá bómul á það. Út kom skemmtileg jólasveina mynd. Enduðum síðan daginn okkar  á útiveru.

Á þriðjudaginn byrjuðum við daginn okkar á vettvangsferð. Við fórum í Salaskóla og lékum okkur þar á lóðinni. Við hittum marga sem við þekkjum og lékum við okkur öll saman. 

Á miðvikudaginn byrjaði dagurinn í leiksalnum hjá henni Kollu. Með henni var kennaranemi sem fékk að fylgjast með tímanum og læra eitthvað nýtt. Krakkarnir voru mjög dugleg og áhugasöm. Eftir hvíldina föndruðum við enn eitt jólasveina skrautið. Við vorum aðeins að skoða hvað við ættum til í kennaraskápnum og fundum við einhverskonar plastrenninga, bómul, þæfingarefni og svart karton. Úr þessum efnivið kom út ofurkrúttlegir jólasveinar sem sitja upp í glugga hjá okkur.

Á fimmtudaginn byrjaði dagurinn á smiðju. Krakkarnir kláruðu eitthvað sem þið fáið ekki að vita strax hvað er hehe.. en tíminn gekk ljómandi vel!
Eftir hvíldina skelltum við okkur út að leika, komum svo inn í söng- og ávaxtastund á meðan við byðum eftir ykkur foreldrunum.
Gaman var að njóta með ykkur, allt gekk rosalega vel og vorum við mjög ánægðar með daginn! Vonandi fannst ykkur það líka :)

Í dag var flæði fyri hádegi. Laut, Lækur og Lind léku sér öll saman.
Fyrir hádegismatinn var gaman saman. Við kveiktum á fyrsta kertinu í aðventukransinum sem heitir Spádómskerti og sungum síðan saman jólalög.
Eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

 

Elsku foreldrar. Viljið þið vinsamlegast slökkva á bílunum ykkar áður en þið komið með börnin ykkar inn eða sækið þau.

Á miðvikudaginn kl 10:30 verður jólaleikrit hér í leikskólanum.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi, njótið aðventunar J

 

Bestu kveðjurÞetta vefsvæði byggir á Eplica