Sími 441 5200

Dagbók

30. ágúst 2019

Vikan 26-30 Ágúst

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og eru nýju börnin að komast inní rútínuna hjá okkur, að það sé alltaf samverustund fyrir hádegismat og kaffi og að við þökkum alltaf fyrir matinn þegar við erum búin að borða. Svo auðvitað hvíld eftir hádegismatinn.

Við byrjuðum mánudaginn á að vera með 6 börn og lékum okkur útí og inni, dönsuðum mjög mikið og borðuðum hádegismat, svo lögðum við okkur og héldum áfram að leika.

Aðlögunin byrjaði svo á þriðjudeginum og hún hefur gengið ótrúlega vel, gekk vel að kveðja foreldra og allir náðu að sofa í hvíldinni. Við kennararnir erum í skýjunum hvað þetta hefur gengið vel hjá börnunum. Börnin eru dugleg að leika sér og finnst rosa gaman eftir hvíldina að vera frammi að leika í holukubbunum að renna eða í dúkkukrók að leika með allar dúkkurnar og elda matinn. Þegar við erum inná deild þá finnst þeim líka rosalega gaman að leika með gíraffann sem hefur alltaf verið í uppháhaldi líka hjá börnunum sem komu á undan, dúkkukrókurinn inn á deild er líka mjög vinsæll hjá þeim og er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Okkur hlakkar mikið til næstu vikna með þessi yndislegu börn.

Við viljum svo minna á að smiðjan og leikvangur byrjar í næstu viku og eru 2017 börnin að byrja þá.

2018 börnin byrja ekki fyrr en eftir áramót í smiðju hjá Nönnu og hjá Kolbrún í leikvangur en við munum vera með litla listasmiðju inná deild fyrir þau.

Takk fyrir frábæra viku,

Kveðja starfsfólkið á Lind.Þetta vefsvæði byggir á Eplica