Sími 441 5200

Dagbók

3. maí 2019

vikan 29. apríl- 3. maí 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Eftir langa helgi voru krakkarnir fegnir að koma til baka í leikskólann. Við ákváðum að byrja daginn úti þar sem veðrið var mjög gott. Við vorum úti alveg fram að hádegismat en þá komum við inn og og borðuðum og hvíldum okkur. Eftir hvíldina lékum við okkur inni í rólegheitum þar til kom að kaffitímanum, við ákváðum svo að skella okkur aftur út í góða veðrið og enduðum daginn þar.

Þriðjudagurinn má segja að hafi verið sumardagurinn mikli, við fórum út á peysunni og vorum úti frá því klukkan 9 og þar til krakkarnir voru sóttir. Krakkarnir nutu sín alveg í botn úti og höfðu varla tíma til þess að koma inn til þess að borða og hvíla sig.

Fimmtudagurinn byrjaði heldur betur skemmtilega hjá okkur. Við fórum ekki í smiðju til Nönnu heldur bauð Nanna okkur með sér í útikennslu út í skógi. það var ótrúlega gaman að sjá hvað krakkarnir voru duglegir að labba þangað sem útikennslusvæðið okkar er en það er alveg góður spölur að ganga þangað. Við byrjuðum á því að fá okkur smá banana og djús þegar við komum en fórum svo að skoða umhverfið. Krakkarnir fengu að far inn á milli trjánna og fóru það hátt að þau sáu yfir allt salahverfið og leikskólann. Í skóginum tíndum við greinar sem við notuðum svo til þess að búa til hús fyrir fuglana í skóginum. Krökkunum fannst þetta ofboðslega skemmtilegt að fá svona tilbreytingu og verður gaman að fara út með Nönnu núna alla fimmtudaga í útikennslu. Við komum svo heim og fengum okkur að borða og hvíldum okkur eftir langa göngu. Eftir hvíldina skelltum við okkur út í rigninguna og enduðum daginn þar.

Í dag byrjuðum við í rólegum leikjum inná deild. Eftir hádegi ætlum við svo að skella okkur út í rigninguna og enda vikuna þar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind

ATH.
Nú er Listasmiðjan hætt að vera inni hjá Nönnu svo á fimmtudögum verður farið í útikennslu og lagt verður af stað frá leikskólanum 8:50 svo fínt væri að börnin væru komin fyrir þann tímaÞetta vefsvæði byggir á Eplica