Sími 441 5200

Dagbók

3. janúar 2019

Vikan 3-4.Janúar 2019

Heil og sæl frábæru foreldrar og gleðilegt nýtt ár!

Við hljótum að vera sammála því að það var voðalega gott að byrja eðlilega rútínu aftur og fá stutta viku saman. Börnin eru samt sem áður full af orku og glöð að hitta vini sína aftur.
Þegar börnin mættu í leikskólann í gær þá fengu þau börn sem vildu sér Cheerios. Allir hópar fóru inn í listarsmiðju til hennar Rebeccu og gerðu listaverk af vetrinum okkar sem þau ætla að síðan að klára í næsta tíma. Annars vorum við í flottum leik inn á deild. Við vorum að spila, teikna og fórum í dúkkuleik.
Eftir hádegi fórum við einnig í flottan leik, þá fórum við að perla, leira og dansa. Eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Í dag byrjuðum við daginn eins og í gær, fengum okkur Cheerios.
Börnin voru í góðum leik inn á deild. Við vorum að teikna, púsla og í Numicon spilinu.
Þar sem að þrettándinn er á sunnudaginn þá kvöddum við jólin okkar í leikskólanum í dag. Veðrið bauð ekki upp á brennu utandyra en við skelltum upp “arineldri“ innandyra sem við settum upp með holukubbum og batterís kertum. Það var mjög notaleg stund og var þrettándabrennan okkar bara voðalega kosy!

Eins og þið vitið þá er þetta seinasti dagurinn hennar Lísu hjá okkur á Lindinni þar sem hún er að fara að taka við deildarstjórastöðu á Læknum. Hún er þó ekki að fara langt frá okkur, bara hinumegin við vegginn!
Við héldum upp á smá kveðjustund og bauð hún okkur upp á snakk og ídýfu, bönunum til mikillar gleði!

Takk fyrir 2018 og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica