Sími 441 5200

Dagbók

29. mars 2019

Vikan 25-29 mars 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Mánudagurinn byrjaði í rólegheitum hjá okkur á Lindinni, við byrjuðum á því að púsla, kubba og fara í dúkkó. Krökkunum finnst mjög gaman að koma í leikskólann aftur eftir helgina og vilja helst bara hlaupa um svo við reynum alltaf að róa alla niður svona til að byrja með. Seinnipartinn vorum við svo í holukubbum og dúkkukrók og sumir vildu bara vera í rólegheitum inná deild. Svo að sjálfsögðu skelltum við okkur út til að enda daginn vel.

Þriðjudagurinn byrjaði heldur betur skemmtilega, við fórum neflega í vettvangsferð. Þar sem það hefur verið heitasta ósk nokkra barna á deildinni að fá að líta á það hvar Sandra á heima ákváðum við að skella okkur þangað. Ekki skemmdi fyrir að Sandra á hund sem kom út á svalir og talaði við okkur, þetta þótti krökkunum mjög gaman. Við enduðum svo vettvangsferðina á því að skella okkur á hvammsróló og leika okkur aðeins þar. Þegar heim var komið voru allir orðnir þreyttir svo við fengum okkur hádegismat og skelltum okkur svo í hvíld. Eftir hádegi fórum við aðeins í holukubba og rólega leiki og ákváðum svo að skella okkur bara aftur út í góða veðrið.

Miðvikudagurinn byrjaði á leikvang hjá Atla og skemmtu krakkarnir sér vel þar eins og vanalega. Eftir leikvanginn fórum við að föndra, krakkarnir gerðu kanínur í öllum litum og hengdu upp á deildinni okkar. Þau voru ekkert smá stolt af listaverkunum sínum. Seinnipartinn ákváðum við að vera inni vegna veðurs en það var sko ekki leiðinlegt, krakkarnir fengu allir naglalakk og andlitsmálningu. Að lokum fórum við fram í miðrími og hlustuðum á línu langsokk með krökkunum á læk.

Fimmtudagurinn byrjaði í smiðju hjá Nönnu þar sem krakkarnir kláruðu páskaverkefnið sem þau byrjuðu á í síðustu viku. Flestum gengur ágætlega að strika eftir en þau eru misörugg í að klippa. Pappírinn sem þau notuðu er frekar harður sem gerði þeim sjálfsagt pínu erfiðara fyrir. Eftir smiðjuna fórum við í nokkurskonar hópastarf, þar sem krökkunum var skipt í 4 hópa og áttu að vera á sínum stað í smá stund áður en það mátti skipta. í boði var að leika með lestina, perla, kubba og far í segulkubba. Þetta gekk misvel þar sem sumum finnst erfitt að vera á sama stað í langan tíma. Eftir hádegi var svo meiri frjáls leikur en þá mátti fara í holukubba, spila eða fara í dúkkó. Að sjálfsögðu skelltum við okkur svo út í snjóinn seinnipartinn.

Í dag ætlum við að hafa heldur betur skemmtilegan dag, við ætlum að lita, púsla og gera allskonar skemmtilegt. Eftir hádegi ætlum við svo að hafa smá kveðjustund fyrir hana Söru Líf okkar þar sem þetta er síðasti dagurinn hennar á Fífusölum. Við eigum öll eftir að sakna Söru en óskum henni góðs gengis í nýju verkefni.

2. apríl- BLÁI DAGURINN. dagur einhverfu

12. apríl- DUO STEMMMA- árgangar 2015, 2014 og2013 rútan fer 8.30

18. apríl- SKÍRDAGUR- LEIKSKÓLINN LOKAÐUR

19. apríl -FÖSTUDAGURINN LANGI- LEIKSKÓLINN LOKAÐUR

3. apríl- SKIPULAGSDAGUR- LEIKSKÓLINN LOKAÐUR

4. APRÍL- SUMAARDAGURINN FYRSTI- LEIKSKÓLINN LOKAÐUR

5.apríl- SKIPULAGSDAGUR - LEIKSKÓLINN LOKAÐUR

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Lind.Þetta vefsvæði byggir á Eplica