Sími 441 5200

Dagbók

28. september 2018

Vikan 24-28.september 2018

Heil og sæl frabæru foreldrar

Við byrjuðum vikuna okkar í kosy leik inn á deild. Einnig fengu börnin að fara í dúkkukrókinn í “mömmó“.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð og kíktum við á hvar fjórir gormar á deildinni eiga heima. Tókum góðan og skemmtilegan hring um hverfið, ótrúlega gaman að þessu verkefni.
Á miðvikudaginn fóru börnin í leiksalinn til hennar Kollu í þrautabraut og fengu þar góða útrás.
Á fimmtudaginn var skapandi starf hjá henni Rebecu, farið var í smá yoga og leikið sér með smá málningu. Einnig voru hópar frammi í holukubbunum í bílaleik, skemmtilegur leikur sem var þar í gangi!
Í dag byrjuðum við daginn á notalegum leik inn á deild, börnin voru að lita, klippa, perla, leika með dýrin og fleira. Gaman saman var síðan fyrir kaffitímann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica