Sími 441 5200

Dagbók

28. júni 2019

Vikan 24-28 Júní.

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er búin að ganga rosalega vel og eru krakkarnir komnir í góða rútínu og vita nokkurn veginn hvernig dagurinn gengur fyrir sig, koma inn á morgnanna og fá sér morgunmat. Vita að það sé að koma matur eftir fyrstu bleyjuskipti og söngstund, og út eftir kaffið.

Í þessari viku höfum við verið mikið úti að leika okkur og farið fyrir hádegi og einnig höfum við verið að fara út eftir hádegi líka. Það hefur verið smá rigning seinustu dagana en það stoppar okkur nú ekkert að fara út og er gaman að fylgjast með krökkunum leika úti í rigningunni. Sandkökur eru mjög vinsælar núna hjá þeim þar sem sandurinn er nógu blautur til þess að búa þær til. Á miðvikudaginn kom svo Götuleikhúsið og voru þau með leikrit um regnbogalitina. Þetta var rosalega skemmtilegt leikrit þar sem þetta var um að allir litirnir ættu að vera vinir, þar sem svartur og grár fá stundum ekki að vera með og þau voru að hleypa þeim inn í regnbogann með sér. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel þar sem uppáhalds lagið þeirra er einmitt „gulur, rauður“. Sumir voru sofandi á meðan leikritinu stóð en þau fengu að sjá myndir þegar þau vöknuðu.

Við kennararnir erum rosalega ánægðar með hvernig þessi aðlögun er að ganga og að krakkarnir eru farnir að labba inn og engin grátur sem er bara æðislegt.

Takk fyrir frábæra viku,

Bestu kveðjur,

starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica