Sími 441 5200

Dagbók

26. október 2018

Vikan 22-26.oktober

Heil og sæl frábæru foreldrar

Við erum búin að hafa það mjög ljúft í vikunni.

Á mánudaginn höfðum við það notalegt inn á deild, vorum að perla, teikna, dúkkuleik og fleira skemmtilegt. Enduðum síðan daginn á útiveru.

Á þriðjudaginn fór Guli hópurinn í vettvangsferð. Tókum strætó upp í kórahverfi og kíktum á húsið hjá einni skvísu á deildinni. Kíktum á róló í hverfinu og löbbuðum síðan til baka. Ótrúlega dugleg og það var svo gaman hjá þeim. Nutu sín svo vel!
Græni og Rauði hópurinn voru eftir og fengu þau að mála inn á deild, nutu sín einnig mjög vel!

Á miðvikudaginn féll því miður leiksalurinn niður en við létum þá hreyfingu ekkert stoppa okkur svo við skelltum okkur þá bara út að leika í staðinn. Þennan dag var Kvennréttindardagurinn og viljum við þakka ykkur innilega fyrir hvað þið tókuð vel í það að sækja börnin ykkar fyrr.

Á fimmtudaginn fóru allir hóparnir í skapandi starf til hennar Rebecu og byrjuðu þau að föndra jólagjöfina ykkar!

Í dag er bangsadagur og byrjuðum við því daginn á því að leika okkur inn á deild og í dúkkukróknum með bangsana okkar.
Gaman saman var með Laut og Læk fyrir kaffitíman og enduðum við síðan daginn okkar á útiveru.

Þann 7.nóvember verður haldinn aðalfundur forelrafélagsins kl 16:30.
Við hvetjum ykkur foreldrana til þess að mæta. Dagskrá kemur inn síðar.


Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica