Sími 441 5200

Dagbók

25. janúar 2019

Vikan 21-25 janúar 2019

Kæru foreldrar

Veikindi settu strik sinn á þessu viku, margir veikir eða koma aftur eftir veikindi. Útiveran hefur því verið með aðeins styttra móti þessa vikuna en oft gerist. Krakkarnir eru duglegir að renna á rassaþotum en einnig eru þau að leika í stærri hópum í aðeins flóknari leik úti. Í vettvangsferðinni fórum við aftur í brekkuna sem er hér við hliðina á leikskólanum, mikið var búið að snjóa og var erfitt að ganga upp brekkuna til að byrja með.  

Orð vikunnar er kærleikur, við ræddum merkingu þess í samverustund.

Krakkarnir fóru í leikvang til Atla á þriðjudaginn en listasmiðjan féll niður þessa vikuna. Krakkarnir föndruðu inn á deild, þau bjuggu til litskrúðug fiðrildi, þræddu rörabúta og perlur á bandi og síðan gerði hluti af börnunum fiskabúr. Fiskabúrið var samvinnuverkefni þar sem þau hjálpuðust að við að mála fiskabúrið sjálft með vatnslitum. Litavalið var fjölbreytt sem gaf fiskabúrin ævintýralegan blæ. Síðan lituðu þau fiska með trélitum á blað og klipptu út, þetta var síðan allt límt á búrið þannig að í búrinu er að finna marga mismunandi fiska allt eftir ímyndunarafli hvers og eins.

Að venju er mikið spilið en börnin hafa mjög gaman af því.

Í morgun var bóndadagskaffið, krakkarnir sýndu feðrum og öfum stolt það sem þau hafa verið að skapa í leikskólanum og eftir hádegi verður gaman saman.

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi J

Bestu kveðjur starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica