Sími 441 5200

Dagbók

24. maí 2019

Vikan 20-24 maí 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur er búin að vera mjög viðburðarrík, við erum búin að gera fullt af nýjum hlutum, fara í ferðalög og halda uppá afmæli. Vikan byrjaði á mánudaginn í útiveru, við vorum úti þar til hádegismaturinn var komin á borðið. Eftir hádegismatinn skelltum við okkur í hvíldina og svo kaffi, eftir kaffitímann fórum við svo út aftur og enduðum daginn þar.

Þriðjudagurinn byrjaði á vettvangsferð eins og flesta þriðjudaga. Í þetta skipti ákváðum við að skella okkur í strætó sem var mikið sport hjá krökkunum. Við tókum strætó niður að kópavogstjörn, við byrjuðum á því að leika okkur á leikvellinum sem er það og fórum svo og fengum okkur smá hressingu áður en farið var að gefa öndunum. Þar sem er búið að banna það að gefa öndunum brauð þá ákváðum við að gefa þeim allskonar fræ og hafra. Krakkarnir fengu allir smá til að gefa þeim og fannst það ótrúlega gaman. Þegar allir voru orðnir þreyttir á öndunum þá fórum við í smá göngutúr og fundum okkur góðan grasblett til þess að fara í allskonar leiki. Loks var komið að því að rölta í strætó og þá vori sko allir orðnir þreyttir. Þegar heim var komið var hádegismatur og hvíld og voru krakkarnir ekki lengi að sofna þann daginn. Seinnipartinn ákváðum við að leika okkur aðeins inni, fórum í eftirhermu leik og hver er undir teppinu? En ákváðum svo að skella okkur út þrátt fyrir smá rigningu.

Miðvikudagurinn var heldur betur sólardagur, dagurinn byrjaði úti og endaði út. Það gafst varla tími til þess að fara inn í hádegismat, við lærðum allskonar nýja leiki hjá Nönnu og dönsuðum við tónlistina á meðan við létum sólina leika við okkur.

Fimmtudagurinn byrjaði í pollagallanum enda var ferðinni heitið í strætó niðrí fjöru. Krökkunum þótti ofboðslega gaman að skoða í fjörunni bæði pöddur og skeljar, einnig var mikið sport að finna stóra steina og kasta þeim í sjóinn. Við tókum með okkur nesti og djús og borðuðum í fjörunni og skelltum okkur svo aftur í strætó heim. Þá var komið að hádegismat og hvíld og eins og á þriðjudaginn eftir góða vettvangsferð voru allir fljótir að sofna. Eftir hádegi var svo ekki annað hægt en að skella sér út í sólina og þar sem við vorum með afmælisbarn ákváðum við að halda afmælisveisluna úti enda ekki hægt að vera inni loksins þegar við fáum svona gott veður.

Í dag ætlum við að skella okkur út, spila og njóta dagsins áður en helgarfríið kemur.

lagi.

Með bestu kveðju,

Starfsfólkið á Lind

Hafa í huga :

· Gott væri þig foreldrar eru búin að bera sólarvörn heima á morgnana .

· Næsta þriðjudag er hjóladagur hjá okkur á Lind, þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann. Mikilvægt að muna eftir hjálminum og hafa hann rétt stilltan. Ef þau eiga ekki hjól er sjálfsögðu í lagi að þau koma á sparkbílum eða öðru sem þau eiga.

· Einnig langaði okkur að segja að í næstu viku ætlum við að vera duglega að fara í heimsókn á eldri gang til þess að aðlagast umhverfinu þar áður en við flytjum yfir, hópnum verður þá skipt í tvennt og fara þeir krakkar sem eru að fara á Hól í heimsókn þangað og þeir krakkar sem fara á Hlíð fara í heimsókn þangað. Þetta vefsvæði byggir á Eplica