Sími 441 5200

Dagbók

23. nóvember 2018

Vikan 19-23.nóvember

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ljómandi vel!
Við erum búin að vera gera ýmislegt jóladúllerí þessa vikuna sem börnin eru búin að hafa rosalega gaman að. Þið fáið samt ekki að vita hvað þau voru að bardúsa, algjört leyndó.

Á miðvikudaginn fóru allir  í leikvanginn að gera æfingar með Þórdís.

Á fimmtudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar voru þau að klippa jólatré og undirbúa smá jólajóla. Við vorum líka að leika í frjálsum leik inni á deild.
En annars höfum við verið að fara flest alla dagana út að leika okkur eftir kaffitímann.

Í dag var auðvitað Gaman Saman með Laut og Læk og sungum við nokkur jólalög.

Í næstu viku þann 29.nóvember( Fimmtudagur) kl 14:30-16:15 er jólakaffi hjá okkur á Fífusölum. Við ætlum að bjóða ykkur foreldrum í piparkökur sem börnin ætla að baka fyrir ykkur fýr í vikunna og heitt súkkulaði.
Við viljum samt taka það fram að ekki þarf að vera mætt á slaginu 14:30, bara þegar þið komist.

Takk fyrir vikuna og eigið dásamlega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica