Sími 441 5200

Dagbók

23. apríl 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Síðustu tvær vikur í kringum Páska hafa verið frekar stuttar og óhefðbundnar.

Mánudaginn 15. apríl
Dagurinn byrjaði á því að það var opið flæði um allan leikskólann, krökkunum finnst mjög gaman að fá að fara út um allan leikskóla að leika. Það er í miklu uppáhaldi hjá þeim að kíkja yfir á stóru deildarnar og fá að leika með dótið þar. Það var mjög erfitt að fá krakkana aftur inná sína deild því oft finnst þeim grasið miklu grænna hinumegin. Næst var komið að hádegismat og hvíld, eftir hvíldina voru rólegir leikir inná deildum og svo var farið út í lok dags.

Þriðjudagurinn 16. apríl

Dagurinn byrjaði á því að allur leikskólinn fór út saman að leika, það er mikið fjör þegar allir eru saman úti og það er skemmtilegt að sjá hvernig yngri krakkarnir sækjast oft í að leika með eldri krökkunum. Við vorum úti alveg fram að hádegismat og svo fórum við í hvíld, eftir alla útiveruna voru allir mjög þreyttir og fannst gott að komast í smá hvíld. Eftir hvíldina var leikur inná deild og svo kaffi. Þar sem við fórum í langa útiveru fyrir hádegi og veðrið var ekki það besta efir hádegi þá héldum við áfram að leika okkur inni á deildum í rólegum leikjum og spilum.

Miðvikudagurinn 17. apríl

Við byrjuðum þennan dag á útiveru eins og gærdaginn og vorum úti alveg fram að hádegismat. Eftir hádegi var svo leikið inni, það var fámennt á deildinni hjá okkur enda margir komnir í páskafrí. Við dunduðum okkur inni, lituðum og spiluðum til hálf 4 en þá fórum við út þar til allir fóru í páskafrí.

Þriðjudagurinn 23. apríl

í dag byrjuðum við á því að fara út að leika, það voru allir svo kátir að hittast aftur eftir frí. Eftir hádegi ætlum við svo að leika okkur inni og hafa það kósý. Við sjáum svo til hvort farið verður út eftir hádegi aftur. Þetta verður skrítinn dagur þar sem þetta er eini dagurinn í vikunni því á morgun er frí og við sjáumst ekki aftur fyrr en næsta mánudag.

Gleðilega páska og góða langa helgi,

Starfsfólkið á Lind Þetta vefsvæði byggir á Eplica