Sími 441 5200

Dagbók

22. Mars 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Eins og venjulega finnst okkur besta að byrja mánudagana í rólegheitunum. Fyrir hádegi var farið í dúkkó, púslað og leikið með segulkubbana. Eftir hádegi gafst ekki tækifæri á að fara út svo við skemmtum okkur vel inni, sumir fóru aftur í dúkkó eða holukubba á meðan aðrir fóru í stoppdans.

Þriðjudagurinn byrjaði á vettvangsferð, við gengum meðfram Lindakirkju að æfingasvæðinu okkar sem við fundum í síðustu vettvangsferð. Krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að leika sér í aðeins öðruvísi leiktækjum heldur en eru á leikskólanum. Á göngu okkar sáum við einnig gröfu sem var að moka stóra holu, þetta þótti krökkunum mjög spennandi og hefðu örugglega geta staðið þarna allan daginn. Við lékum okkur heillengi á æfingasvæðinu og fengum allskonar veður, eitt korterið var sól og næsta korterið var haglél og vindur. Eftir hádegismatinn voru allir orðnir mjög þreyttir og sofnuðu flestir í hvíldinni. Seinnipartinn ákváðum við svo að skella okkur aftur úr þrátt fyrir smá snjókomu en það var bara gaman.

Miðvikudagurinn byrjaði í leikvangi hjá Atla eins og alla miðvikudaga, krakkarnir eru alltaf jafn spenntir að fara þangað. Eftir leikvanginn var svo farið í holukubba, púsl og fleiri skemmtilega leiki. Eftir hádegi skelltum við okkur svo út að leika. 

Fimmtudagurinn byrjaði hjá Nönnu í smiðjunni, þar sem krakkarnir byrjuðu á páskaverkefninu. Börnin máluðu á tvö blöð, annað blaðið var málað gult, úr því verða klipptir 3 páskaungar í næstu viku. Hitt blaðið er töluvert stærra og það er bakgrunnurinn fyrir verkið. Krökkunum finnst svo gaman í smiðju að þau vilja helst bara fara aftur og aftur. Í samverustundinni fyrir hádegismatinn ræddum við um alþjólega Downs-daginn og afhverju við værum öll í sitthvorum sokknum, svo fengum við að sjá nokkrar myndir af börnum sem eru með downs. Eftir hvíldina fengu svo allir að lita hvolpasveitarmynd og það voru sko miklar pælingar hjá krökkunum hver þetta væri sem þau voru að lita og hvernig hann væri nú eiginlega á litinn. Sólin skein svo fyrir okkur seinnipartinn svo við fórum út og nutum hennar.

Í dag ætlum við að spila og gera eitthvað skemmtilegt fyrir hádegi, svo ætlum við að fara í gaman saman með hinum deildunum á litla gangi og ætlum svo vonandi að enda vikuna úti ef veður leyfir.

takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica