Sími 441 5200

Dagbók

21. september 2018

Vikan 17-21.september 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Áður en við hefjum bloggið viljum við upplýsa ykkur aðeins betur hvað varðar nýju persónuverndarlögin.

Með tilkomu nýrra persónuverndarlaga þá munum við því miður minnka það að setja t.d. afmælismyndir inn á facebook hópinn okkar (þar sem það eru persónurekjanlegar upplýsingar). Við getum sett myndir af hópnum í heild en nafn barnsins, aldur og andlit má ekki sjást. Í staðinn mun ég senda ykkur einstaklings myndir í tölvupósti. Eins og staðan er í dag munum við áfram nota hópinn til að setja inn órekjanlegar myndir og tilkynningar til ykkar.

Úff þetta er flóknara en að segja það, við erum að æfa okkur! Jæja…

Vikan hefur gengið vel. Krakkarnir alltaf jafn kát og glöð.
Farið var í vettvangsferð heim til (fyrir utan heimili) fjögurra barna á deildinni. Þetta verkefni er svo skemmtilegt! Síðan fengu þau börn að föndra sín heimili með því að klippa, líma og mála. Það eru komin nokkur hús upp á vegg hjá okkur J

Ein skvísa átti afmæli hjá okkur á miðvikudaginn og bauð hún börnunum upp á æðislega sæt ávaxtabox með bláberjum, jarðaberjum og gúlrót. Einnig bauð hún okkur upp á saltstangir.

Allir hóparnir fóru að í leiksalinn og í smiðjuna til hennar Rebecu. Alltaf jafn gaman hjá þeim þar!

Á fimmtudaginn kom ungur töframaður í heimsókn til okkar og sýndi okkur listir sínar. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og hlógu mikið, enda mjög flottur og skemmtilegur töframaður J

Þessa vikuna höfum við verið að skoða okkur um hvað er í garðinum og lært heitin á þeim hlutum eins og t.d. steinar, heitin á plöntunum og fleira.

Börnin eru búin að hafa mjög gaman að því að klippa, þau eru orðin ótrúlega fær með skærin.
Við höfum einnig verið að vatnsmála og þau börn sem áttu eftir að búa til litlu óróana sína kláruðu þá svo núna hanga 15stk upp í glugga J

Nú er að kólna hratt í veðri, passið upp á allan útifatnað svo engum verði kalt og öllum líði vel.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica