Sími 441 5200

Dagbók

21. júní 2019

Vikan 18-21 Júní

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var stutt eftir 3 daga helgi en er búin að ganga ótrúlega vel og eru krakkarnir að komast í góða rútínu hérna hjá okkur. Farin að borða vel og leika saman sem er mjög gaman að sjá fyrir okkur kennarana, erum alveg í skýjunum með þessi frábæru börn.

Við erum búin að vera rosalega heppin með veður þessa vikuna og höfum við farið út að leika fyrir hádegi og eftir hádegi alla vikuna og litlu ungarnir okkar elska að leika sér úti. Okkur finnst rosalega gaman að moka, renna í rennibrautinni, róla og hlaupa um og skoða garðinn. Við leikum okkur líka inni og þá erum við oftast að leika með gíraffann þar sem maður setur lítinn bolta í munninn á gíraffanum og boltinn rennur niður. En okkur finnst líka gaman að henda boltunum útum allt og láta kennarana hlaupa á eftir þeim. Bílabrautin gefur frá sér smá hávaða svo það er rosalega gaman að leika með hana og svo er dúkkukrókurinn líka vinsæll og þá mest að láta dúkkurnar lúlla og skipta á kúka bleyjum. Við höfum verið að setja á tónlist og okkur finnst ekki leiðinlegt að dansa og það er rosalega gaman að fylgjast með þessum litlu kroppum dilla sér um deildina og reyna að syngja með þannig söngstundin fyrir hádegismat er orðin frekar vinsæl, allir sitja á teppinu og sumir eru farnir að læra sum lögin og geta sungið aðeins með og gert hreyfingarnar með líka. Uppáhalds lagið okkar er Gulur, rauður, grænn og blár og hreyfingarnar með.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Starfsfólkið á Lind :) Þetta vefsvæði byggir á Eplica