Sími 441 5200

Dagbók

21. febrúar 2019

Vikan 18-22 febrúar 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Mánudagsmorguninn var frekar rólegur hjá okkur á Lindinni við púsluðum og fórum í mömmó. Þar sem konudagskaffið nálgaðist var tilvalið að mála kort fyrir mömmu og ömmu, krakkarnir fengu kartöflu sem var búið að móta eins og hjarta, dýfðu henni svo í málningu og stimpluðu á kort svo fengu þau að sjálfsögðu að hella „smá“ glimmeri yfir í lokinn. Seinnipartinn fórum við svo út og skemmtum okkur í snjónum.

Þriðjudagsmorguninn var heldur betur skemmtilegur, þegar allir voru mættir skelltum við okkur í kuldagallann og endurskinsvestin og fórum í vettvangsferð. Þessi vettvangsferð var örlítið lengri en vanalega, við skelltum okkur neflega á úti æfingasvæði sem er rétt fyrir ofan kirkjugarðinn. Krökkunum þótti heldur betur skemmtilegt að leika sér í nýjum tækjum og þegar átti að fara heim vildu allir vera lengur en á leiðinni heim stoppuðum við í salaskóla og fengu krakkarnir að leika þar líka. Þegar heim var komið voru allir svangir og þreyttir eftir gönguna svo við fórum beint að borða og svo í hvíld. Seinniparturinn var svo tekin inni í rólegum leikjum þar til allir fóru heim.

Miðvikudagurinn byrjaði á leikvangi hjá Atla þar sem allir skemmtu sér vel. Eftir hádegi voru spil, púsl og leikir á deildinni þar til við fórum út í bleytuna.

Fimmtudagurinn byrjaði á Konudagskaffi þar sem mömmurnar og/eða ömmurnar komu í hafragraut og ávexti um morguninn, þetta þótti krökkunum skemmtilegt að geta sýnt þeim öll listaverkin sín og dótið sem þau eru að leika með á deildinni á daginn. Þegar allar mömmur voru farnar fóru margir í mömmó og aðrir fengu að fara fram í holukubbana. Seinnipartinn ákváðum við að taka rólegan inni þar sem garðurinn okkar var einn stór pollur og fljúgandi hálka. Við ákváðum að taka fram leirinn og fara að leira það vakti mikla lukku. Dagurinn endaði svo inní leiksal.

Í dag byrjuðum við daginn eins og flesta aðra daga í frjálsum leik á deildinni. Fyrir hádegismat var svo dansað heilmikið og svo fóru allir í hvíld. Eftir hádegi ætlum við svo að skella okkur út að leika.

ATH.

Það sem framundan er í næsta mánuði,

4. Mars- Bolludagur

5. Mars- sprengidagur

6. Mars- Öskudagur en þá mega krakkarnir koma í náttfötum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica