Sími 441 5200

Dagbók

21. desember 2018

Vikan 17-21.desember 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, árið er næstum liðið!
Það er mikill jólaspenningur í börnunum, það fer ekki á milli mála haha.. Við höfum reynt að njóta tímans í rólegheitum enda staðreynd að nóg er af jólastressi og þvælingi heima við. Vikan er búin að líða á hefðbundinn hátt.
Við höfum verið að fara út að leika okkur, einnig fyrripart dags í myrkrinu. Einn morguninn fórum við út með vasaljós sem þeim fannst hrikalega skemmtilegt.
Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir inn í leiksal í frjálsan leik og á fimmtudaginn í skapandi starf til hennar Rebeccu að föndra jólakransa, afreksturinn var settur upp á vegg inn á deild.
Í dag héldum við upp á Gaman saman með öllum deildum leikskólans og kveiktum við á fjórða kertinu í aðventukransinum okkar sem heitir Englakerti. Einnig sungum við saman jólalög og fengum okkur síðan skötu og saltfisk í hádegismatinn. Mjög skiljanlega voru börnin mishrifin haha…


Við á Lind viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

-Minnum síðan á að þann 2.janúar er skipulagsdagur hjá okkur og verður því leikskólinn lokaður.

Sjáumst hress og kát á nýju ári

 

Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica