Sími 441 5200

Dagbók

2. nóvember 2018

Vikan 29.okt-2.nov 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Það er kominn nóvember og það er byrjað að koma smávegis snjór. Krakkarnir þvílíkt ánægð með það og segja þau að nú séu jólin haha..

Á mánudaginn var voða venjulegur dagur hjá okkur, lékum okkur í fallegum leik inn á deild og fórum líka út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Löbbuðum stóran hring, upp og niður brekkur og skoðuðum náttúruna. Við sögðum þeim hvað trén heita, þau voru mest heilluð af “jólatrjánum“

Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir í leiksalinn til hennar Kollu, fóru í gegnum þrautabraut og að sjálfsögðu hlaupa um og hafa gaman. Alltaf aðal stuðið hjá henni Kollu.
Dagurinn endaði svo á útiveru.

Á fimmtudaginn fóru allir hóparnir í smiðjuna til hennar Rebecu að föndra og mála.
Enduðum daginn einnig á útiveru.

Í dag fóru þau börn sem vildu fara út að leika sér í útiveru, hin voru eftir inn á deild í flottum leik. Dúkkuleik, perla og plúskubba.
Gaman saman með Laut og Læk var fyrir kaffitímann og fór seinniparturinn í flæði J

Þið kannski eruð að velta því fyrir ykkur hvaða lög börnin eru að syngja og kannist eflaust ekkert við þau.. en þau eru mjög heilluð af sögunni Hafið bláa. Í henni er mikil tónlist og eru börnin mikið farin að syngja með. Hægt er að finna söguna inn á Spotify.

Annars þökkum við fyrir þessa góðu viku og eigið yndislega helgi saman.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind

nction(Þetta vefsvæði byggir á Eplica