Sími 441 5200

Dagbók

19. október 2018

Vikan 15-19.október 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið vel hjá okkur á Lind.
Á mánudaginn byrjuðum við daginn rólega. Börnin léku sér bæði inn á deild og í dúkkukróknum. Enduðum síðan daginn okkar á útiveru.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð í úrhellis rigningu. Við fórum stóran göngutúr og kíktum á hvar einn gaurinn okkar ætti heima. Börnin voru ótrúlega dugleg en ansi þreytt eftir hálfa leiðina til baka, en þau höfðu þetta nú af!

Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir í leiksalinn til hennar Kollu. Einnig fór guli hópurinn í smá útiveru.
Við hin vorum að dunda okkur inn á deild, perluðum og spiluðum.
Það var ávaxtadagur. Við skárum niður ávextina og börnin fylgdust áhugasöm með. Færðum borðin út á mitt gólfið og gerðum ávaxta hlaðborð. Börnunum fannst þetta rosalega flott og spennandi.
Dagurinn endaði síðan á útiveru.

Á fimmtudaginn fóru einnig allir hóparnir í smiðjuna til hennar Rebecu sem voru að föndra laufbað.
Dagurinn endaði úti.

Í dag var aðeins öðruvísi dagur þar sem allir deildarstjórar voru á námskeiði. Lautin, Lækurinn og Lindin voru mikið saman í dag. Eins og alla aðra föstudaga þá var gaman saman fyrir kaffitímann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Lind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica