Sími 441 5200

Dagbók

16. nóvember 2018

Vikan 12-16.nóvember 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið mjög vel og allir í góðum gír.
Á mánudaginn byrjuðum við daginn á rólegum leik inn á deild og í dúkkukróknum. Börnin fengu að mála pappírsbox og eru að búa til sparibauka því núna ætla þau sko að fara spara fyrir jólunum!
Enduðum síðan daginn okkar á útiveru.
Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð. Við fórum á rólóvöll sem er við enda götunnar í Jórsölum. Einnig kíktum við aðeins yfir í Breiðholtið og tókum einn lítinn hring þar.
Á miðvikudaginn fóru allir að fá sér góða útrás í leiksalnum hjá henni Kollu og enduðum síðan daginn okkar úti.
Á fimmtudaginn fóru allir hóparnir í skapandi starf til hennar Rebecu. Eins og alla aðra tíma þá byrja þeir á smá yoga og síðan fara þau að gera eitthvað dúllerí. Þennan daginn föndruðu þau jólaskraut, smá forskot á sæluna! Stálumst líka aðeins í samverustundinni og sungum nokkur létt jólalög hehe..
Í dag er dagur vikunnar! 17 ára afmæli leikskólans. Það er svo gaman þegar það er þema í gangi og skemmtu börnin sér svo vel í búningunum sínum. Það voru allir dansandi glaðir á ballinu, allir skemmtu sér mjög vel. Eftir ballið var opið flæði um allan leikskólann og síðan var pítsu party í hádeginu. Við kíktum aðeins út í rigninguna fyrir kaffitímann og svo var auðvitað kaka! Það er engin afmælisVEISLA án köku.. Krakkarnir búnir að vera með stjörnur í augunum í allan dag, þau eru alveg yndisleg!

Takk allir sem styrktu okkur og keyptu leir, þau verða oruglega orðin ansi fær í því að skera út piparkökurnar eða að baka smákökur eftir langa leirhelgi haha..

Enn og aftur þurfum við að minna á að kíkja í aukafatabox barnanna ykkar.. Hvort það sé ekki nóg til af öllu og hvort þau föt passi ennþá á þau. Og kuldagallar.. nauðsynlegt er að þau séu með einn slíkan og hlýjan útifatnað J það er svo vont fyrir þessi litlu kríli að verða kalt og ná ekki að njóta sín eins vel í útiverunni.
Eitt smá tuð í viðbót! Þið verðið að passa upp á það að láta starfsmann vita þegar þið sækið barnið ykkar!! og að sjálfsögðu líka ef þið takið fleiri en eitt barn.

Á mánudaginn, 19.nóvember er skipulagsdagur hjá okkur. Leikskólinn er þá lokaður.

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega langa helgi saman
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica