Sími 441 5200

Dagbók

15. febrúar 2019

Heil og sæl kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið ansi litrík hjá okkur, þar sem það var nú einu sinni litavikan og voru krakkarnir mjög duglegir að koma í einhverju sem tilheyrði hverjum lit.

Mánudagurinn var gulur og byrjuðum við daginn á því að gera gult listaverk, krakkarnir fengu gula málningu á hendurnar og stimpluðu svo á blað útkoman var mjög flott, sumir gerðu fiðrildi, aðrir fugla og sumir gerðu tré. Eftir að listaverkin voru tilbúin var farið í rólega leiki, púslað með nýju púslunum sem við vorum að fá og leikið með nýju segulkubbana. Seinni partinn var svo farið út í sjóinn.

Þriðjudagurinn var rauður og þemað í listaverki dagsins var að velja sér form, teikna eftir því og æfa sig svo að mála inn í það, þetta gekk mjög vel og fannst krökkunum þetta skemmtilegt. Því miður var ekki farið í vettvangsferð þennan þriðjudaginn vegna veðurs. Fyrir hádegi var því leikið inná deild, í boði voru allskonar leikir og sumir fóru inní herbergi í setudans, það þótti þeim mjög gaman og voru sömu 3 lögin spiluð aftur og aftur og aftur. Seinnipartinn fórum börnin út og nutu þess að vera í snjónum og búa til snjókarla og snjóhús.

Miðvikudagurinn var grænn og þá var tilvalið að hafa grasið sem þema dagsins í listaverkinu, börnin fengu grænt blað, lím og litla græna efnisbúta sem þau svo límdu á blaðið og bjuggu til þessi flottu listaverk. Atli tók krakkana svo í leikvang og þar var mikið hoppað og hlaupið eins og alla aðra miðvikudaga í leikvanginum. Seinniparturinn var svo frekar rólegur þar til krakkarnir fóru í kaffi og svo beint út að leika.

Fimmtudagurinn var blár og var listaverk dagsins skýin en krakkarnir teiknuðu ský, fengu svo bláa bréf búta til að líma á blað og enduðu á því að teikna svo rigningu sem kom úr skýjunum. en ekki var þetta eina listaverk dagsins því krakkarnir fóru líka til Rebecu þennan dag en þar föndruðu þau þessi fínu fiskabúr. Einnig var farið út til að njóta góða veðursins í lok dagsins.

Í dag ætlum við að hafa rólega leiki og hópastarf fyrir hádegi en eftir hádegi ætlum við svo að halda regnbogaball um hálf 2 leitið verður svo regnbogaball og ætlum við að dansa, syngja og hafa rosa gaman með Laut og Lækur!
Við ætlum svo að enda daginn okkar á útiveru eins og við höfum verið að gera alla daga vikunnar. Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Bestu kveðjur starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica