Sími 441 5200

Dagbók

14. MARS 2019

Vikan 11-14 mars

Heil og sæl kæru foreldrar,

Á mánudaginn byrjuðum við á því að leika okkur í rólegum leikjum inná deild. Krökkunum finnst ofboðslega gaman að dansa svo við reynum að taka dansstundir mjög reglulega með allskonar skemmtilegum dönsum og lögum. Eftir hádegi fóru einhverjir í holukubbana frammi á gangi og sumir voru inná deild að leika með lestarteina og dúkkur. Áður en við fórum svo í kaffi bauð María afmælisstelpa uppá popp og saltstangir fyrir alla. Svo endaði dagurinn að sjálfsögðu á útiveru.

Þriðjudagurinn byrjaði aðeins öðruvísi en vanalega þar sem ekki gafst færi á að fara í vettvangsferð þá ákváðum við að mála kíkir, krakkarnir gátu valið um allskonar liti og gert allskonar munstur. Þetta fannst þeim ofboðslega gaman og það skemmtilega var að einn af krökkunum á deildinni var búin að safna fullt af eldhúsrúllum og kom svo og gaf okkur svo hægt væri að búa til kíki. Seinnipartinn var svo farið út í alveg æðislegt veður.

Miðvikudagurinn byrjaði á því að allir hópar fóru til Atla í leikvang, þar var hoppað og skoppað og margir hverjir komu sveittir inná deild eftir allan hamaganginn. Eftir hádegi bauð Sara Líf svo uppá popp og saltstangir þar hún var afmælisstelpa dagsins, krökkunum finnst sko alls ekki leiðinlegt þegar einhver á afmæli. Þrátt fyrir að við héldum að vorið væri að koma byrjaði að snjóa svona hressilega seinnipartinn svo við ákváðum að drífa okkur út og búa til snjóbolta og allskonar skemmtilegt úr snjónum.

Fimmtudagsmorguninn byrjaði í smiðju hjá Nönnu, þar kláruðu krakkarnir saumaverkefnið og litablöndunarverkefnin frá því í síðustu viku.
Saumaverkefni:
Litla saumaða stykkið límdu þau á blaðið sem þau máluðu í síðustu viku. Hvar og hvernig þau staðsettu stykkið var frjálst. Síðan var sett lím í kringum saumaða stykkið og þau fengu að velja úr 10 mismunandi efnum til að setja í límið (nokkrir litir af fínum kornum, mismunandi litaður mulningur og kuðungar).
Litablöndunarverkefnið:
Í síðustu viku blönduðu þau saman gulum og rauðum lit á blað. Í þessari viku teiknuðu þau með lími á blaðið og stráðu sandi sem búið var að blanda silfruðu glimmeri í yfir. Í lok tímans skoðuðum við myndirnar og þau sögðu mér hvað þau sæju. Það verður síðan látið fylgja með verkinu.

Eftir hádegi héldum við svo ávaxtadaginn hátíðlegan, skárum niður alveg fullt af ávöxtum sem krakkarnir komu með og settum svo í hring og það var borðað alveg þangað til allir fengu nánast illt í magann. Eftir góða ávaxtastund fóru svo allir út í snjóinn.

í dag ætlum við að taka því rólega til að byrja með, fara í leiki og spila. Seinnipartinn ætlum við svo að nýta úti þar til allir fara í helgarfrí eftir góða viku.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica