Sími 441 5200

Dagbók

14. júni 2019

Vikan 11-14 Júní 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika var fremur stutt eftir að hafa fengið þriggja daga helgi og vonandi áttu þið notalega stund og góða helgi.

Þriðjudagurinn byrjaði á að við fórum út að leika þar sem það ætlar ekki að hætta að vera gott veður og okkur finnst líka rosalega gaman að leika okkur úti, við fórum svo inn og fengum okkur hádegismat og svo beint í hvíld. Eftir hvíldina vorum við rosalega spennt þar sem við vorum að færa okkur yfir á eldri gang, löbbuðum með boxið okkar og öll fötin sem voru í hólfinu okkar, það var svolítið þungt en það gekk.

Miðvikudagurinn byrjaði á aðlögun hjá nýju krökkunum, við fórum í smá ávaxtastund og svo beint út að leika sem var rosalega gaman. Fengum að leika með nýju skóflurnar og föturnar, fórum svo inn í og fengum okkur að borða og svo beint inní hvíldina þar sem margir voru orðnir smá þreyttir. Eftir hádeigi var svo komið að sumarhátíðinni sem var mjög spennandi og fullt í boði, það voru 2 hoppukastalar, þrautabrautir, sápukúlur, Lotta kom í heimsókn sem var mjög skemmtilegt og svo auðvitað grill þar sem kennararnir grilluðu pylsur. Þetta var æðislegur dagur og ekki skemmdi veðrið sem við fengum vávává.

Fimmtudagurinn vorum við ennþá í aðlögun og erum við með 6 nýja krakka í aðlögun og foreldrar þeirra með sem okkur finnst mjög gaman. Við fengum okkur smá ávexti og svo beint út að leika í litla garðinum. Það var ótrúlega gaman hjá okkur úti og vorum við orðin smá þreytt, svo við fórum inn og fengum okkur að borða og þá var komið að kennurunum að fara með okkur í hvíld þar sem foreldrarnir voru að fara á fund og það gekk mjög vel. Eftir hádegi vorum við aðeins að leika okkur í dúkkukrók og fórum svo í kaffi. Eftir kaffið var svo bara farið út að leika og það var líka rosalega gaman.

Í dag ætlum við að byrja daginn úti að leika, svo eftir hádegi fara Sunna Björk, Örvar Atli og Diljá Björt með dótið sitt yfir á eldri gang og fara þau svo saman á Hól. Þau eru búin að standa sig eins og hetjur að hjálpa til í aðlöguninni, leika við krakkana og sýna þeim hvernig á að gera.

Takk fyrir frábæra viku og góða helgi.

Starfsfólk á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica