Sími 441 5200

Dagbók

14. desember 2018

Vikan 10-14.desember 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Það vantar ekki að vikan hefur bæði gengið vel og verið skemmtileg hjá okkur!
Á mánudaginn áttum við saman notalegan inni dag vegna veðurs. En alltaf finnum við eitthvað skemmtilegt að gera og gerðum okkur glaðan dag þrátt fyrir enga útiveru.

Á þriðjudaginn áttum við að fara í vettvangsferð en veðrið var ekki að vinna með okkur svo við lékum okkur fallega saman inn á deild.
En það skánaði í veðri eftir hádegi svo við drifum okkur út og allir mjög sáttir!

Á miðvikudaginn fóru allir hópar í leiksalinn til hennar Kollu sem er alltaf fjör og gaman.
Enduðum svo daginn á útiveru.

Á fimmtudaginn féll smiðjan niður en Nanna reddaði því, vitum ekki alveg hvor var glaðari hún eða börnin haha.. Nanna er algjör föndurkona! En þau föndruðu ofursæt jólaepli.
Krakkarnir fóru einnig með jólakúlurnar sínar sem þau voru búin að föndra og hengdu þær á jólatréð.
Fórum síðan eftir kaffitímann út að leika okkur í rigningunni.

Í dag var jólafatadagur hjá okkur. Það skemmtilega við svona þemadag er að það býr til svo skemmtilega stemmingu!
Presturinn úr Lindakirkju kom í heimsókn til okkar og sagði okkur jólasögu um Jesú barnið og söng einnig nokkur jólalög með okkur og kveiktum á þriðja kertinu í aðventukransinum sem heitir Hirðakerti.
Enduðum síðan daginn okkar á útiveru.

ATH. Á mánudaginn eru litlu jólin okkar. Jólaballið byrjar kl 9:15. Enginn ætlar að vera seinn á það, það er svo gaman á jólaballi. Jólasveinar munu koma í heimsókn og við ætlum að hafa rosa gamna! Síðan ætlum við að borða jólamat, hangikjöt og gott meðlæti.Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Hó hó hó
Starfsfólkið á Lins

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica