Sími 441 5200

Dagbók

12. október 2018

Vikan 8-12.oktober 2018

Heil og sæl frábæru foreldrar

Þá er þessi vika runnin upp og eru börnin ykkar alltaf jafn yndisleg.

Við erum búin að vera að dunda okkur inni fyrir hádegi alla vikuna. Við erum t.d. búin að vera mikið að perla og erum við farin að leggja meiri áherslu á að börnin klári spjaldið sitt. Einnig höfum við verið að teikna og lita, þræða stafina á band og leira. Einn daginn lékum við okkur með stóra lego-ið og byggðu börnin jafnvægisbraut og hús úr þeim, mjög gaman hjá þeim! Síðan var að sjálfsögðu farið alla daga í dúkkuleik og bílaleik.
Því miður komumst við ekki í vettvangsferð þessa vikuna, en við stefnum á næsta þriðjudag og væri gott ef öll börnin væru ekki komin seinna en um kl 9:00.
Fyrir samverustundir erum við búin að vera mikið að dansa og þá við 90´tónlist. Ef að krakkarnir ykkar byðja um “apalagið“ þá heitir lagið “Witch Doctor-Radio Mix“ með Cartoons og “pítsulagið“ er “Fast food song“ með Fast Food Rockers.
Við fáum þau einnig til að búa til hring og einn fer í einu inn í hringinn og sýnir okkur sína danstakta. Við erum stundum alveg í hláturskasti yfir þessum krúttmolum!

Á miðvikudaginn fóru allir hóparnir inn í leiksal til hennar Kollu og á fimmtudaginn í skapandi starf til hennar Rebecu. Þar voru þau að föndra með laufblað og kerti.
Annars höfum við verið að fara í útiveru eftir kaffitímann. J

Gaman saman var fyrir kaffitímann í dag með Laut og Læk, allir bleikir og sætir!
Enduðum síðan daginn á útiveru.

Við á Lind ætlum að hafa ávaxtadags næsta Miðvikudags.

Takk fyrir vikuna og eigið yndislega helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica