Sími 441 5200

Dagbók

12. apríl 2019

 Vikan 8 -12 Apríl

Heil og sæl kæru foreldrar,

Mánudagurinn byrjaði á rólegu nótunum eins og vanaleg. Við perluðum, púsluðum og lékum með eldhúsdótið. Einhverjir fóru svo til Jónínu í spil og spjall. Eftir hádegismat, hvíld og síðdegishressingu skelltum við okkur út í góða veðrið.

Þriðjudagur byrjaði á góðri vettvangsferð, við byrjuðum á því að labba upp fjallið eins og krakkarnir sögðu en þar er brekkan sem liggur frá leikskólanum og upp á bakvið Blásalablokkirnar. Við skelltum okkur á lítinn róló þar og fóru krakkarnir í allskonar leiki. Þegar sá róló var orðin þreyttur þá skelltum við okkur á annan róló sem var svo ekkert rosa spennandi svo við skelltum okkur á en annan róló ó blásölum þar sem einni var leikið í dágóðan tíma. Þegar heim var komið var hádegismatur og hvíld. Þegar allir voru svo vaknaðir héldum við uppá afmæli en það var hann Frosti sem var afmælisbarn dagsins og bauð okkur uppá popp og saltstangir. Eftir veisluna skelltum við okkur svo út aftur í góða veðrið.

Miðvikudagur byrjaði á leikvang hjá Atla en hann var búin að setja upp þrautabraut fyrir krakkana sem sló alveg í gegn. Á meðan einhverjir voru í leikvang voru hinir að lita og perla og svo var hópunum skipt. Eftir hádegi fórum við í rólega leiki en ákváðum svo að nýta góða veðrið og skelltum okkur út eftir kaffitíma.

Í gær fimmtudag, byrjuðum við daginn á morgunmat eins og alltaf fyrir þá sem vilja. Síðan var ávaxtastund og svo drifum við okkur út. Því miður var ekki smiðja þessa vikuna vegna starfsmannafundar, en börnin klára páskaverkefnið bara eftir páska. Síðan var samverustund, matur og hvíld. Eftir hvíld vorum við að perla, púsla, lita, kubba, leika með dýrin og að spila. Eftir síðdegishressingu vorum inni í ýmsu leiki og spil og svo enduðu daginn með lestur.

Í dag ætlum við að byrja daginn á því að hoppa uppí rútu og fara með henni uppí Hamraborg í Salnum þar sem við munum fara á tónleika“ Dúó Stemma“ með öllum krökkunum í leikskólanum. Þegar heim verður komið fáum við svo hádegismat og hvílum okkur aðeins. Eftir hvíldina ætlar afmælisprinsessan hún Emma Dís að halda smá veislu fyrir okkur. Svo eigum við neflega von á gestum sem ætla að taka upp kynningarmyndband á leikskólanum okkar seinniparti. Eftir það ætlum við svo að skella okkur út og enda vikuna þar.

Bestu kveðjur,

Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica