Sími 441 5200

Dagbók

10. maí 2019

vikan 6-10 maí

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur er er búin að vera mestmegnis úti enda þetta fínasta veður búið að vera. Krakkarnir eru búnir að bíða spenntir í allan vetur eftir því að geta loksins farið út bara í úlpu og strigaskóm. Við fórum út fyrir og eftir hádegi alla dagana nema miðvikudaginn þar sem að krakkarnir fóru þá í leikvang til Atla fyrir hádegi. Því miður komumst við ekki í útikennslu þessa vikuna vegna veikinda en við gerum eitthvað skemmtilegt í næstu viku í staðin.

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað krakkarnir ná vel saman og mynda skemmtilega leiki í útiverunni. Mörgum finnst gaman að hjóla, aðrir eru meira í að moka, sumir að kríta og þeir allra djörfustu eru farnir að klifra uppá litlu húsþökin eins og stórukrakkarni. Það er nú ekki mikil skemmtun fyrir okkur kennarana að sjá þessi litlu skott príla þarna upp svo við höfum verið að reyna að stoppa þau og segja að þetta megi ekki fyrr en komið er á stóru deildina. En nú fer að styttast í að þau fari á stóru deildina og hefur það einnig verið mikið í umræðunni síðustu vikuna.

í dag ætlum við að byrja daginn rólega í leikjum inná deild og skella okkur svo út og enda vikuna þannig.

Minna ykkur á skipulagsdaginn á föstudaginn 17. maí.

takk fyrir vikuna og góða helgi,
starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica