Sími 441 5200

Dagbók

1. mars 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Vikan hjá okkur er búin að vera frekar róleg. Við náðum að fara út á hverjum degi og þótti krökkunum ekki leiðinlegt að fara út í rigningu og hoppa í drullupollum. Í vikunni var mikið púslað, dansað og litað. Því miður var ekki farið í vettvangsferð þessa vikuna en við vorum lengi úti fyrir hádegi í staðinn. Á miðvikudaginn fóru krakkarnir í leikvang til Atla og þótti það ofboðslega gaman og þá sérstaklega í stóru rólunni sem Atli var búin að setja upp. Á fimmtudaginn var svo smiðja en í þetta skipti var það ekki hjá Rebeccu þar sem hún er farin í frí og Nanna er búin að taka við smiðjunni. Í smiðjunnu í þessari viku voru nokkrir sem fengu að prufa krosssaum en aðrir völdu að teikna mynd af fjölskyldunni. Föstudagurinn byrjaði á rólegum leik inná deild en svo var komið að dansstund og fengu krakkarnir að velja lög til að dansa við sem endaði svo á því að allir dönsuðu saman Hókí pókí.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsmenn Lind

ATH

Á mánudaginn er Bollurdagurinn. Við munum bjóða upp á Fiskibollur og Rjómabollur.
Á þriðjudaginn er Sprengidagurinn. Þá bjóðum við upp á saltkjöt og baunir.
Á Miðvikudaginn er Öskudagurinn. NÁTTFATADAGUR verður hjá okkur á Fífusölum þennan dag eins og alltaf. Þá mega börnin mæta í náttfötum. Það verður náttfataball og allir fá smá snakk í poka. Það verður boðið upp á andlitsmálun fyrir þá sem vilja.Þetta vefsvæði byggir á Eplica