Sími 441 5200

Dagbók

1. febrúar 2019

Vikan 28. janúar – 1. febrúar 2019

Kæru foreldrar

Enn er mikið um veikindi á deildinni okkar, þó er aðeins farið að fjölga aftur sem betur fer, vonum að þessum veikindakafla fari að ljúka sem fyrst. En vegna þess hve margir eru að koma til baka eftir veikindi og hve kalt hefur verið í vikunni höfum við lítið farið út.  Ekki var farið í vettvangsferð þessa vikuna.

Síðasta föstudag var ákveðið að gera smá tilraun með að láta vatn ferðast milli glasa. Röðuðum 6 glösum í hring og settum vatn og matarlit í annað hvert glas, litirnir sem urðu fyrir valinu voru gulur, rauður og grænn. Bréflengja tengdi glösin saman, vatnið sogaðist úr glasinu yfir í tóma glasið og blönduðust litirnir saman. Þetta tók lengri tíma en gert var ráð fyrir en þó mátti sjá hvað var að gerast þegar við fórum heim á föstudag, ákváðum að láta þetta standa yfir helgina. Á mánudagsmorguninn  beið okkar fallega litaður pappír en því miður var nánast allt vatnið gufað upp þannig að það var ekki eins augljóst hvernig litirnir blönduðust. Þetta verður örugglega endurtekið aftur seinna.

Á miðvikudaginn fóru krakkarnir í leikvang til Atla og á fimmtudaginn í listasmiðju til Rebecu þar sem þau stimpluðu á blað með kartöflu.

Alla vikuna hafa börnin verið duglega að leika í hópum, mömmuleikur er alltaf vinsæll, þau hafa dansað, teiknað, hermt eftir fyrirframteiknaðri mynd af kubbaröð, spilað, klippt og margt fleira.

 

Athugið:

·         Miðvikudaginn 6.febrúar er Dagur Leikskólans þá verður opið flæði milli 9:15 og 10:30. Klukkan 14:00 kemur svo Leikhópurinn Vinir með sýninguna Karíus og Baktus í boði foreldrafélagsins

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi J

Bestu kveðjur starfsfólkið á Lind

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica