Sími 441 5200

Lind

7. júní 2019

Vikan 3-7 júní 2019

Heil og sæl kæru foreldrar,

Þessi vika er heldur betur búin að vera skemmtileg hjá okkur enda síðasta vikan okkar saman á yngri gangi. Við höfum verið mikið í aðlögun á eldri gangi í vikunni og finnst krökkunum það mjög spennandi. Þetta verður allt mjög skrítið í næstu viku þegar þessir stóru krakkar fara frá okkur og yfir á eldri gang, en þetta verður líka mjög gaman fyrir þau. Sandra er svo heppin að hún ætlar að fá að fylgja krökkunum yfir á eldri gang og mun vera á báðum deildunum til skiptis sem stuðningur fyrir okkar krakka enda mikil breyting í húfi að fá nýja kennara og fara á nýjan stað.
Eins og flestir vita er frídagur næsta mánudag en á þriðjudeginum mæta krakkarnir til okkar á Lind og verða hjá okkur þar til hvíldin er búin eftir hádegi, en þá verður smá kveðjuathöfn og svo förum við öll saman yfir á okkar nýju deild.
Þeir sem fara á Hóll á þriðjudag eru: Maria, Steinunn Iman, Óskar Sigurgeir og Sigurður Sindri.
Þeir sem fara á Hóll á föstudag eru: Örvar Atli, Diljá Björt og Sunna Björk.
Þeir sem fara á Hlíð á þriðjudag eru: Jökla Sól, Frosti, Jón Daníel, Sóldís, Emma Dís, Ingvi Þór og Jón Þór
.
Börnin verða svo sótt á sína nýju deild á þriðjudaginn og þá eru þau alveg flutt yfir og mæta þar daginn eftir. Það er ein undartekning að 3 börn verða eftir hjá okkur á Lind fram á föstudag og það eru þau Örvar Atli, Diljá Björt og Sunna Björk en ástæðan fyrir því er að við ætlum að hafa þau hjá okkur fyrstu vikuna með litlu krökkunum sem eru að koma í aðlögun og kenna þeim hvernig er að vera í leikskóla. Þessi þrjú börn verða því sótt á föstudeginum 14. júní á stóru deildina en ekki á þriðjudeginum eins og hinir.

En eins og kom fram hér fyrir ofan er þessi vika búin að vera ótrúlega skemmtileg hjá okkur. Mánudagurinn byrjaði á útiveru og smá aðlögun á stóru deildinni, eftir það var svo komið að hádegismat og hvíld og svo var auðvitað farið út strax aftur enda mjög gott veður.

Þriðjudagurinn byrjaði á myndatöku úti í garði og komu þær ekkert smá vel út, þið ættuð að vara búin að fá póst með link til að skoða myndirnar af ykkar börnum. Eftir myndatökuna tókum við því bara rólega inná deild og spiluðum, púsluðum og fórum í mömmó. Eftir hádegi var svo skellt sér út og dagurinn enda þar eins og flestir dagar í þessu góða veðri.

Miðvikudagurinn Byrjaði á aðlögun á stóra gangi, krakkarnir fóru á sína nýju deild og eyddu þar góðum tíma fram að hádegismat. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað þeim finnst þetta spennandi að komast í nýtt umhverfi og leika með nýtt dót. Eftir hádegi fórum við svo bara út og enduðum daginn þar.

Fimmtudagurinn byrjaði á útikennslu með Nönnu og við gengum uppí seljahverfi að sílapollinum og reyndum að veiða síli, það tókst ekki nógu vel en það skemmtu sér allir mjög vel. Við enduðum gönguna svo á að skella okkur á róló áður en haldið var heim. Við komum svo beint í hádegismat og hvíld og svo var að sjálfsögðu farið út að leika í sólarblíðunni.

Í dag er svo síðasti heili dagurinn okkar saman sem deild og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.
Okkur langar að lokum að segja takk fyrir samveruna þetta eru búin að vera mjög skemmtileg ár með krökkunum ykkar.

ATH. sumarhátíðin verður á miðvikudaginn næsta. Spáin góð og allir spenntir!!
Bestu kveðjur,
Starfsfólkið á LindÞetta vefsvæði byggir á Eplica