Sími 441 5200

Dagbók

07. september 2018

Sælir kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum heim til Ellerts Helga og hann sýndi okkur hurðina sína. Síðan fórum við á leikvelli í nágrenninu við hann og lékum okkur þar. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild í rólegum leik. Eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna til hennar Rebecu, þar var verið að stinga á blað og líma á blaðið. Krakkarnir höfðu engu gleymt og skemmtu sér vel í skapandi starfi. Eftir mat og hvíld þá bjuggum við til leir saman. Krökkunum fannst ótrúlega spennandi að sjá soppuna verða að leir og svo breytast í bleikan leir. Fengu að krydda leirinn með hveiti og hnoða hann saman. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur. Við nutum þess að leika okkur ein í garðinum okkar, þar sem öll hin leikskólabörnin voru í skipulögðu starfi. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild og voru leirinn og púslurnar vinsælasta viðfangsefnið. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á fimmtudaginn þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild í rólegum leik, það var t.d. verið að búa til form úr leirnum og spjalla um þau, t.d. af hverju þríhyrningur heitir þríhyrningur og af hverju hringurinn heitir ekki kleinuhringur J Eftir notalega stund fórum við í kaffi og svo út að leika.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, leikvangur féll því miður niður í dag. Eftir mat og hvíld er ætlum við að leika saman inni á deild fram að gaman saman. Eftir kaffi ætlum við annað hvort út að leika okkur eða leika okkur inni.

Við þökkum fyrir vikuna

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica