Sími 441 5200

Dagbók

31. ágúst 2018

Sælir kæru foreldrar

Enn ein vikan liðin og september að renna upp, við erum búin að vera mikið úti að leika okkur þar bæði að sleikja sólina og að hoppa í pollunum. En í vikunni þá gerðum við ýmislegt…

Mánudagur: Við fórum út að leika okkur fyrir hádegið, vorum komin snemma út að leika og sumir vildu hreinlega ekki koma inn til að borða. Eftir hvíldina þá vorum við inni á deild að æfa okkur í fínhreyfivinnu, bæði að leira, perla og lita. Eftir kaffitíma þá sumir í leikvanginn að leika okkur og aðrir léku inni á deild.

Þriðjudagur: Við fórum snemma út að leika okkur og vorum lengi úti, það voru því margir þreyttir og svangir þegar við komum inn til að borða. Við lékum okkur aftur inni á deild eftir hvíldina í fínhreyfivinnu og eftir kaffið fórum við út að leika okkur.

Miðvikudagur: Við fórum út að leika okkur fyrir matinn eins og skipulagið segir til um, krökkunum finnst svo gaman úti að þau óska eftir því að komast út að leika. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild í fínhreyfivinnu og fengum okkur svo að borða og fórum svo út að leika okkur.

Fimmtudagur: Við fórum enn og aftur út að leika okkur. Það komu margir skítugir og svangir inn að borða. Eftir mat og hvíld þá lituðum við inni á deild og höfðum það notalegt. Seinni partinn þá vorum bæði að leika okkur inni á deild og í dúkkukrók.

Föstudagur: í dag fórum við snemma út að leika okkur eins og alla vikuna. Við ætlum svo að fá okkur að borða og kúra okkur í smá stund. Eftir hvíldina þá ætlum við að æfa okkur í fínhreyfivinnu og fara síðan í Gaman Saman með Lind og Læk. Eftir kaffi förum við annaðhvort út að leika okkur eða í frjálsan leik.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica