Sími 441 5200

Dagbók

24. ágúst 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram og við höfum notið þess að vera úti að leika okkur eins mikið og hægt er. Nóg erum við inni á veturnar, þannig við reynum að vera eins mikið úti þangað til skipulagða starfið okkar hefst aftur.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur og dunduðum okkur í garðinum okkar alveg heillengi. Eftir mat og hvíld þá fórum við inn á deild að leika okkur, við vorum t.d. að perla og lita. Æfa okkur í fínhreyfiverkefnum. Eftir kaffitímann þá fórum við aftur út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við út í rigninguna sem var úti. Vá hvað það var mikil rigning og vá hvað krakkanir skemmtu sér vel að drullumalla úti, færandi vatnið frá einum polli í annan og sullandi á fullu. Eftir mat og hvíld vorum við að leika inni á deild, við vorum t.d. að leira og leika með eldhúsdótið okkar. Eftir kaffitímann þá fórum við í leikvanginn, þar var fyrst frjáls leikur og svo var þrautabraut sem allir skemmtu sér vel í.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur í garðinum okkar. Við vorum lengi úti og komu allir þreyttir inn. Eftir mat og hvíld þá vorum við inni á deild að leika, t.d. að þræða og leira. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur aftur.

Á fimmtudaginn fórum við snemma út að leika okkur. Við hjóluðum eins og við ættlum lífið að leysa og nutum þess út í ystu æsar að leika okkur úti. Eftir mat og hvíld þá héldum við okkur inni á deild að leika, við vorum t.d. að leika með eldhúsdótið, þræða og leira. Við fórum svo út að leika okkur eftir kaffitímann.

Í dag föstudag þá fórum við snemma út að leika okkur. Það var þvílíkt stuð úti og allir skemmtu sér vel. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika inni á deild, planið er að perla og leira saman. Eftir kaffitímann þá er hugmyndin að fara út að leika okkur.

  • Í dag þá kveðjum við líka hana Hólmfríði sem er að fara að byrja í Háskólanum eftir helgina. Við þökkum henni fyrir samveruna og vonum að henni gangi sem allra best í skólanum.
Eigið góða helgi

kv. Allir á Laut


Þetta vefsvæði byggir á Eplica