Sími 441 5200

Dagbók

17. ágúst 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram og helgarfríið framundan. Það hefur verið nóg að gera þessa vikuna og eru virðast allir koma vel undan fríi. Dagarnir hafa liðið svolítið eins, útivera og frjáls leikur..

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur eftir morgunmat, við hlupum og lékum okkur í garðinum okkar og voru allir sælir og glaðir með það. Eftir mat og hvíld var leikur á ganginum og deildinni og svo hélt hún Bríet Lilja upp á afmælið sitt. En hún varð 3 ára um síðustu helgi. Hún bauð upp á popp og saltstangir og voru allir himinlifandi með það. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Bríet Lilja okkar. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við aftur út að leika okkur eftir morgunmat. Það var mikið hjólað og hoppað í pollunum, þessir pollar eru alltaf svo spennandi. Eftir langa útiveru fórum við inn að borða og hvíla okkur. Eftir frjálsan leik þá hélt Sigurður Smári upp á afmælið sitt. Hann varð 3 ára í sumarfríinu og hélt hann upp á það á þessum degi. Hann bauð uppá saltkringlur og saltstangir og nutu þau góðgætisins út í ystu æsar. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Sigurður Smári okkar.  Við fengum okkur svo að borða og fórum svo út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við enn og aftur út að leika okkur. Eftir útiveruna fengum við okkur að borða saman. Eftir mat, hvíld og leik á ganginum og inni á deild hélt hún Ragnhildur Fanney  upp á afmælið sitt en hún varð 3 ára í sumarfríinu. Hún bauð uppá popp og saltstangir sem féll vel í kramið hjá Lautarkrúttunum. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Ragnhildur Fanney okkar. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá fórum við snemma út og skelltum okkur í smá vettvangsferð. Við löbbuðum upp á hrygginn milli Seljahverfis og Salahverfis. Þar er róló sem þau voru heldur betur ánægð með. Þar var rólað, rennt og hlaupið saman. Eftir mat og hvíld þá lékum við á ganginum með börnunum af Læk og Lind. Við ákváðum svo að fara snemma út og fengum við okkur því brauð og mjólk úti. Þetta fannst þeim þvílkt sport og nutu þess næra sig úti. Við kláruðum svo daginn úti.

Í dag föstudag fórum við líka snemma út að leika okkur. Við ætlum svo að borða hádegismat og hvíla okkur aðeins. Planið er svo að leika á ganginum og drekka eins og alla daga. Við reiknum með að fara út að leika okkur eftir kaffið og klára þessa miklu útiveru viku úti.

Njótið helgarinnar

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica