Sími 441 5200

Dagbók

6. júlí

Kæru foreldrar

Vikurnar fljúga áfram og nú er síðasta heila vikan búin fyrir sumarfrí.   Við erum búin að eiga rólega og góða viku á Lautinni.  Veðrið hefur verið upp og ofan en meira þurrt en vanalega en við látum það ekki stoppa  okkur í að fara út að leika.  Börnunum finnst svo gaman að vera úti að leika og margir farnir að bíða um að fara út og einn daginn í vikunni fóru nokkrir 3 sinum út.  

Á mánudaginn og þriðjudaginn lékum við okkur hérna í garðinum hjá okkur bæði fyrir mat og eftir kaffi.

Á miðvikudaginn 4. júlí átti Magnús Tumi afmæli og bauð hann börnunum uppá popp og saltstangir.  Innilega til hamingju með daginn þinn elsku  Magnús Tumi okkar.  Við fórum samt út fyrir og eftir hádegi þann daginn. 

Á fimmtudaginn hélt Kristófer Atli uppá afmælið sitt en hann á afmæli 15. júlí sem er í sumarfríinu.  Kristófer Atli bauð börnunum uppá popp og jarðaber. Innilegar hamingjuóskir með daginn þinn elsku Kristófer Atli.

Í dag föstudag, verðum við úti fyrir hádegi og eftir mat og hvíld verður gaman saman með Lind og Læk. Eftir kaffi verður farið út.  En í dag kveðjum við líka hana Önnu Hrafnhildi en hún var að flytja úr Kópavoginum og byrjar í nýjum leikskóla eftir sumarfrí.  Elsku Anna okkar, við óskum þér alls hins besta á nýja leikskólanum þínum.

 

Eigið góða helgi

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica