Sími 441 5200

Dagbók

29. júní 2018

Sælir kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur í garðinum okkar fyrir hádegið. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aftur út að leika okkur

Á þriðjudaginn fórum við líka út að leika okkur fyrir hádegið. Við drukkum kaffið í fyrra fallinu þar sem Götuleikhúsið kom til okkar með sýningu. Krakkarnir skemmtu sér vel yfir þessu og fóru svo að leika sér eftir stuðið.

Á miðvikudaginn lögðum við land undir fót og fórum í vettvangsferð. Við löbbuðum á rólóinn í Örvasölunum. Við villtumst aðeins á leiðinni og þurftum að fá aðstoð frá Google Maps en þetta gekk allt að lokum og gátum við leikið okkur þar í einhvern tíma. Það ætlaði enginn að vilja koma til baka stuðið var svo mikið. Það voru ansi margir orðnir þreyttir þegar við komumst á Fífusali aftur og voru allir fljótir að sofna.  Eftir góða hvíld og leik á ganginum fengum við okkur að borða og fórum svo út að leika okkur.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Við dunduðum okkur í garðinum og nutum þess að leika okkur. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við enn og aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir matinn. Eftir mat og hvíld og leik á gangi þá verður gaman saman með Lind og Læk. Eftir það ætlum við að fá okkur að borða og svo förum við örugglega út að leika okkur. 

ATH:

  • Opnunartími leikskólans kemur til með að breytast eftir sumarfrí en þá verður leikskólinn opinn frá 07.30 - 16.30
Eigið góða helgi

kv. Allir á Lautinni
Þetta vefsvæði byggir á Eplica