Sími 441 5200

Dagbók

22. júní 2018

Sælir kæru foreldrar

Skemmtilegri viku að ljúka, hún einkenndist af mikilli útiveru í pollagöllum og dásamlegum sólardegi sem allir höfðu gott og gaman af, enda var hann nýttur til hins ýtrasta.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, ótrúlega gaman eins og alltaf úti að leika. Allir svo duglegir að finna sér viðfangsefni og njóta þess svo sannarlega að vera úti. Eftir hádegismat, hvild og og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn var aftur útivera fyrir hádegið, eftir mat og hvíld þá lékum við okkur á ganginum. Hún Indra Sólveig átti líka 3 ára afmæli þennan dag og bauð hún krökkunum upp á saltstangir og rúsínur í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Indra okkar. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Á miðvikudaginn var stórskemmtilegur dagur, við fórum snemma út í garð og lögðum land undir fót. Við löbbuðum niðrá Leikskólann Dal þar sem við lékum okkur í smá stund. Mæli svo sannarlega með að kíkja þangað í sumarfríinu og leika. Á leiðinni heim stoppuðum við í smá stund og fengum okkur smá saltstangir og vatnssopa. Við rétt höfðum það inn á Fífusali aftur og voru flestir orðnir mjög þreyttir í lok matartímans. Eftir hvíldina og smá leik á ganginum þá fengum við okkur ávexti á ganginum með Lindar og Lækjarkrökkunum. Svo fórum við út að leika og á sumarhátíðina okkar. Það var búið að skreyta garðinn hátt og lágt, hoppukastalinn mættur og Leikhópurinn Lotta var með sýningu. Einnig voru æfingar í garðinum okkar, grillaðar pylsur og boozt í boði. Takk fyrir komuna kæru foreldrar. Við nutum dagsins með ykkur, vonandi gerðuð þið það líka.

Á fimmtudaginn var aftur komið haust og skelltum við okkur út að leika. Við hoppuðum í pollunum og margir urðu ansi blautir. Það er því mikilvægt að kíkja í aukafataboxin hjá þeim í dag. Eftir mat, hvíld og leik þá fengum við okkur að borða og skiptum okkur svo á svæði að leika.

Í dag föstudag var spennuþrunginn dagur. Allir spenntir fyrir leiknum og tilbúnir að æfa „áfram Ísland“ og mikilvæga HÚH – ið okkar. Við fórum út að leika okkur fyrir hádegið, tókum eitt gaman saman með Lind og Læk þar sem við sungum saman nokkur lög. Eftir góða hvíld erum við að leika á ganginum og ætlum svo að fá okkur að borða. Eftir það ætlum við að fara á svæði að leika okkur og kíkja á leikinn með öðru auganu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi. 

kv. Allir á Lautinni -HÚH-Þetta vefsvæði byggir á Eplica