Sími 441 5200

Dagbók

15. júní 2018

Sælir kæru foreldrar

Við höfum notið þess að vera mikið úti að leika og þrátt fyrir sólarleysi eru margir orðnir rjóðir í kinnum. Við værum að vísu alveg til í að vera léttklæddari úti að leika okkur en í staðinn erum við orðin dugleg að klæða okkur í fatnaðinn og úr honum aftur. Margir eru meir að segja orðnir duglegir að hengja upp fötin sín. Miklar framfarir þar.

Mánudagur – Við fórum út að leika okkur fyrir matinn, við vorum bæði að leika í garðinum og týna rusl fyrir utan lóðina. Þau voru í smá stund að átta sig á því hvað við værum að gera og hvernig best væri að það færi fram en þegar leið á, þá urðu þau óð í að týna og fundu ótrúlegasta rusl hér og þar. Eftir útiveruna sungum við saman nokkur lög og fengum okkur svo að borða. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Þriðjudagur – Við fórum út að leika okkur fyrir matinn, hlupum útum allan garð og nutum þess að leika okkur. Það þurfti svo sannarlega að plata krakkana inn þennan daginn því það var enginn tilbúinn til að koma inn að borða. Í samverustundinni sungum við nokkur lög og skoðuðum bækur saman. Eftir hvíldina lékum við á ganginum og fórum svo að drekka. Eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Miðvikudagur – Við skelltum okkur í vettvangsferð eins og alla miðvikudaga. Við löbbuðum í Blásalana og klifruðum í Köngulóarvefnum þar. Við kennararnir fengum alveg hland fyrir hjartað þegar sum krakkana voru komin ansi hátt upp í vefinn. Þau björguðu sér mjög vel og skemmtu sér mjög vel. Á leiðinni í leikskólann aftur þá komum við við á vellinum fyirr neðan Hvammsvöllinn og hlupum þar um. Krakkarnir höfðu á orði að okkur vantaði bolta og ætlum við svo sannarlega að fara aftur þangað með bolta æfa okkur þar. Þrátt fyrir allt labbið og hlaupin þá var enginn til búinn til að fara inn!! Í samverustundinni lásum við um Fróða Sóða og Greppikló og eru krakkarnir alltaf jafn hrifnir af þessum bókum og lifa sig inn í bækurnar. Eftir mat og hvíld fórum við í leikvanginn að hreyfa okkur aðeins meira en eftir kaffi fórum við út að leika okkur.

Fimmtudagur – Við fórum út að leika fyrir hádegismat og allir skemmtu sér mjög vel. Eftir samverustund þar sem við skoðuðum bækur og sungum nokkur lög þá fengum við okkur að borða. Eftir hvildina lékum við á ganginum og fyrir kaffitímann þá settumst við niður og lásum Fróða Sóða og Greppikló enn einu sinni. Krakkarnir eru alveg með Fróða Sóða og öll hans sóðapör á hreinu. Endilega spyrjið þau út í bókina. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Föstudagur – Eftir morgunmatinn fórum við út að leika okkur, þennan föstudaginn var leikjadagur í garðinum, það var t.d. krítar og tónlist og féll það vel í kramið hjá snillingunum ykkar. Eftir hádegismatinn og góða hvíld þá lékum við á ganginum og í leiksalnum. Eftir gaman saman með Lind og Læk þá fengum okkur svo að borða og fórum svo út að leika okkur.

Næsta Vika..

Á þriðjudaginn næsta, þ,e, 19. júní verður sumarhátíðin okkar. Hún er samstarfsverkefni foreldrafélagsins og leikskólans. Við ætlum einnig að halda heilsudaginn okkar hátíðlegan sama dag. Kl. 14.30 byrjar stuðið í garðinum. Það verða þrautir hér og þar, bæði inni og úti og geta krakkanir byrjað strax að brasa í þeim. Krakkarnir fá svona þrautaspjald sem þau safna stimplum á eftir að hafa lokið þrautinni. Þegar þau eru búin að fylla spjaldið sitt fá þau Heilsudrykk ala Fífusalir J. Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið kl. 15.30 og skemmta bæði börnum og fullorðnum eins og þeim einum er lagið. Það verða grillaðar pyslur í boði foreldrafélagsins fyrir þá sem mæta. Sumarhátíðin er fyrir leikskólabörnin og fjölskyldur þeirra. Vonandi sjáum við sem flesta í sumarskapi.

Ég vil að lokum minna á það að á miðvikudögum förum við í vettvangsferð og leggjum við að stað ca 9.15 ef allt gengur vel. Því er mikilvægt að krakkarnir séu komnir þá.

Eigið góða þjóðhátíðarHM helgi

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica