Sími 441 5200

Dagbók

8. júní 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikurnar fljúga áfram og við verðum öll komin í sumarfrí áður en við vitum af. Okkur leiðist amk ekki á Lautinni, það er alltaf nóg að gera.. 

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Við lékum svo inni fram að kaffi og fórum svo aftur út að leika okkur. 

Á þriðjudaginn var dagurinn svipaður, við fórum út að leika fyrir hádegið og lékum inni fram að kaffi og smelltum okkur svo aftur út í sólina. 

Á miðvikudaginn skelltum við okkur í vettvangsferð, við löbbuðum að rólónum í Þorrasölunum, fórum yfir stóru brúna, þar fundum við rólóinn og lékum okkur þar. En fyrst, þá kíktum við á Geimveruna okkar og príluðum aðeins í steinunum hjá henni. Það voru allir mjög þreyttir eftir þessa ferð enda mikið labbað og mikið gaman. Eftir langa og góða hvíld þá lékum við á ganginum og fengum okkur svo smá brauð og fórum svo út að leika. 

Í gær fimmtudag fórum við snemma út að leika okkur og nutum þess að hafa gaman í garðinum okkar. Eftir leik á ganginum og kaffi þá fórum við út að leika okkur enn og aftur. 

Í dag föstudag var sulludagur hjá okkur. Við klæddum okkur í pollafötin okkar og fórum út að blása sápukúlur og drullumalla saman. Eftir mat, hvíld og leik á gangi þá verður gaman saman með Lind og Læk. Eftir það verður kaffitími og svo förum við líklegast út að leika okkur. 

Njótið helgarinnar 

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica