Sími 441 5200

Dagbók

1. júní 2018

Sælir kæru foreldrar

Í þessari viku var sumar í Kópavogi og hefur það verið nýtt til hins ýtrasta. Við höfum verið mikið úti að leika okkur og alltaf er það jafn vinsælt og spennandi. Það er ótrúlegt hvað þau eru dugleg að finna sér eitthvað að brasa í garðinum okkar.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fram að mat. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Á þriðjudaginn héldum við okkur inni þar sem vindurinn blés heldur mikið að okkar mati. Við vorum inni að leika í dúkkukrók, klippa, púsla, lita, í bíló og í pleymó. Eftir mat, hvíld og kaffi skiptum við okkur aftur á svæði að leika.

Á miðvikudaginn rann hjóladagurinn upp, það voru nokkrir orðnir spenntir fyrir honum og vissu alveg hvaða hjól og hvaða hjálm þau ætluðu að koma með. Fyrir hádegið fórum við út fyrir garðinn að hjóla saman. Þetta var mjög skemmtilegt og voru krakkarnir mjög áhugasöm um að hjóla saman. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aftur út fyrir garð að hjóla saman. Skemmtilegur dagur hjá Lautarkrúttunum.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Við fengum okkur að borða og hvíldum okkur og eftir smá leik og kaffi þá fórum við aftur út að leika okkur í íslenska sumrinu.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og brösuðum heilan helling í garðinum. Það er alltaf jafn gaman að hjóla, moka, róla og renna saman með vinum sínum. Eftir mat og hvíld verður leikið á ganginum og inni á deild og síðan verður gaman saman með Lindinni og Læknum. Eftir að hafa sungið nokkur lög saman, þá ætlum við að fá okkur smá að borða og svo verður líklegast farið út að leika.

  • Á miðvikudaginn í næstu viku verður ávaxta/grænmetisdagurinn, en þessi er sá síðasti á þessu skólaári.
Eigið góða helgi

kv. allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica