Sími 441 5200

Dagbók

25. mai 2018

Sælir kæru foreldrar

Loksins kom smá sumar hjá okkur í Kópavogi og heyrðist í einum Lautarsnillingi í gær þegar við vorum að klæða okkur út „Ha, eigum við bara að fara í úlpu og skó“. Alveg steinhissa á því að klæða sig ekki í fleiri útiföt.

Á þriðjudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið, það var í boði að fara í smiðjuna að mála með fingrunum og fannst mörgum það ansi sóðalegt. Við vorum líka að leika í holukubbunum og í frjálsum leik inni á deild. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við á svæði að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð á Hvammsvöllinn, það var einlæg ósk krakkana að labba á róló að leika og að sjálfsögðu var orðið við því. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aftur út að leika okkur.

Í gær fimmtudag, þá fórum við snemma út að leika okkur og nutum þess að hlaupa og hjóla um í garðinum okkar. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld og smá leik á ganginum þá ætlum við að hafa gaman saman með Lind og Læk og syngja saman nokkur lög. Við ætlum svo að fá okkur að borða og svo förum við væntanlega út að leika okkur.

ATHUGIÐ

Á miðvikudaginn næsta, þann 30 júní verður hjóladagur á Lautinni. Þá mega börnin koma með hjólið sitt, hlaupahjólið sitt, jafnvægihjólið sitt eða sparkbílinn sinn til okkar. Við ætlum þá að fara aðeins út fyrir hliðið að hjóla saman. Mikilvægt er að þau verði með hjálminn sinn og vinsamlegast hafið hann rétt stilltan! Því vitlaust stilltur hjálmur gerir ekkert gagn!

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica