Sími 441 5200

Dagbók

17. mai 2018

Sælir kæru foreldrar

Þá er þessi vika að klárast og löng helgi tekur við hjá krökkunum ykkar.

Á mánudaginn fórum við í leikvanginn til Eyþórs að hreyfa okkur aðeins. Við vorum líka að leika okkur á svæðum. Við vorum t.d. að leika í holukubbunum, eldhúsdótinu og plúskubbunum. Einnig fengu þeir að klippa sem höfðu áhuga á því og var ótrúlegt hvað það hafa verið miklar framfarir hjá þeim í því. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn var smiðja hjá henni Rebecu, við vorum líka að leika okkur á svæðum, t.d. í eldhúsdóti, pleymói og holukubbum. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við í langa vettvangsferð eftir morgunmatinn. Við löbbuðum að Stúpunni og skoðuðum hana, þau voru að vísu sannfærð að þarna væri geimvera og voru þau mjög spennt. Við löbbuðum svo að göngubrúnni og hlupum þar fram og til baka og skoðuðum bílana sem keyrðu undir okkur. Eftir það löbbuðum við heim og lékum okkur svo aðeins í garðinum okkar. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við að leika á svæðum.

Í dag fimmtudag fórum við snemma út að leika okkur í garðinum okkar. Það er svo gaman að sjá hvað krakkarnir ykkar eru orðin dugleg að leika sér úti, dugleg að finna sér verkefni og þorin, stundum full þorin J Eftir mat og hvíld þá verður gaman saman með Lind og Læk og svo ætlum við að fá okkur smá að borða. Eftir það verður eflaust leikið á svæðum inni.

Egið góða langa helgi

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica